Norðurljósið - 01.01.1984, Page 6
6
NORÐURIJÓSIÐ
En þegar Öyvind kom, með gleðigeislum, og sagði, að nú
væri hann frelsaður, þá hrópaði Dagrún: Það væri nú ágætt!
Nú verðum við að taka fram nýja, fína borðbúnaðinn okkar
og heiðra þetta með sannkölluðum hátíðamat. Og þannig
varð máltíðin.
Ef gleðin var mikil hjá fjölskyldunni í Elelgesensgt. 17 í
Larvík, þá varð hún ekki minni hjá mömmu innfrá í Oslo.
Ég hefi beðið eftir þér, drengurinn minn, var hið fyrsta,
sem hún sagði, þegar Öyvind símaði til hennar og sagði
henni frá hinu mikla, sem hafði gerst.
Sama kvöldið var hann í kirkjunni. Hákon Haug hvatti
hann til að koma og vera með í hringnum hjá altarinu. Þá
skyldu þeir taka hann með til fyrirbænar. Einn af þeim, sem
þarna voru og báðu, sagði meðal annars: Guð, gefðu honum
mikið vín! Þetta var auðvitað sagt í andlegri merkingu, segir
Öyvind brosandi.
Hið fyrsta sem hann gerði, er hann kom til vinnunnar á
mánudagsmorgun, var það, að skýra þeim, sem unnu þarna
ásamt honum, frá því, að hann væri orðinn (sann)kristinn.
Hvernig brugðust þeir við þeim fréttum. Þessir traustu
starfsmenn? Jú, verkstjórinn og formaður stéttarfélagsins,
þeir komu báðir til hans og óskuðu honum til hamingju með
þessa afstöðu. Síðan hefir hann alltaf verið virtur fyrir trú
sína á Guð.
Það, að vera atvinnulaus sem sannkristinn maður, álítur
hann alveg óeðlilegt. Hann vitnar því fyrir öðrum, hvenær
sem tækifæri gefst.
Það er ekki hið mesta, að ég er laus við áfengið. Það hefði
stoðað lítið gagnvart eilífðinni, þótt Guð hefði gert mig að
bindindismanni. Hið mesta var það, að ég frelsaðist vegna
friðþægingar verksins, sem Kristur vann á Golgata. Á því
byggi ég frelsun mína. Þetta er boðskapur, sem ég get látið
fara til manna, sem eru í neyð, segir Öyvind Grönning.
(Þýtt úr Livets Gang. S.G.J )-