Norðurljósið - 01.01.1984, Síða 13
NORÐURI .JÓSIÐ
13
sunnudagaskóla fyrir börn og nutu við það aðstoðar góðra
manna. Trúi ég, að börnunum hafi gefist þar gott veganesti,
svo að þau vildu jafnvel sjálf að einhverju endurgjalda kær-
leikann, sem þau höfðu mætt. Man ég það, að einu sinni
komu nokkur þeirra til Jóns og óskuðu eftir að fá að skreyta
salinn fyrir jól. Þau fengu það og gerðu það fallega.
Þeim hjónum var og báðum um það hugað, að dauði
Krists til fyrirgefningar syndanna yrði öllum boðaður. Þess
vegna héldu þau samkomu í húsi sínu seinnipartinn á
sunnudögum og buðu öllum, er hlusta vildu, að koma og
heyra, að blóð Jesú Krists hreinsar af allri synd. Ýmist talaði
Jón þá sjálfur eða fékk aðra til þess.
Á fimmtudagskvöldum voru svo bænasamkomur.
Það var nú hugsjónin og þráin, að starfið yxi svo, að
stækka þyrfti salinn um eldhúsið og herbergið. Hafa þau
hjónin þá eflaust ætlað sér bústað á efri hæðinni.
Ekki rætast allar óskir. Samfélagið varð aldrei svo fjöl-
mennt, að rífa þyrfti millivegginn til þess að stækka salinn.
Þau leigðu öðrum efri hæðina seinna, eftir að hún komst í
gagnið. Erfitt hefir það verið fyrir þau að fjármagna bygg-
ingu þessa stóra húss, svo að ekki hefir veitt af að leigja það
sem hægt var. En byggingin vitnaði um áræði og úthald.
Elísabet Friðriksdóttir var fædd 1. ágúst 1902 í Hjaltadal
Hálsprestakalli. Foreldrar, Friðrik Sigurgeirsson og Þorbjörg
Sigurgeirsdóttir. Innan við tvítugt varð hún fyrir slysi við að
detta af hestbaki. Mér hefir skilist, að afleiðingar þess ásamt
berklunum hafi í sameiningu valdið því, að hún lamaðist og
lá tilfinningalaus upp að mitti í fleiri mánuði. Þá áttu for-
eldrar hennar heima á Akureyri.
Þetta varð erfiður tími ekki síst fyrir móður hennar, sem
reyndi með öllu móti að nudda og viðhalda blóðrásinni í
hinum lamaða líkamshluta. Ekki er að efa að þá hafi heitar
bænir stigið upp frá föður og móðurhjarta. Sjálf tók hún
þetta mjög nærri sér, ekki svo mjög sjálfrar sín vegna, heldur
vegna móður sinnar, sem þurfti að hjúkra henni. Hvað þá fór
fram milli hennar og Guðs veit ég ekki nákvæmlega, en tel
þó eftir upplýsingum, að þá hafi hún gert Guði það heit: ef
hann gæfi sér heilsuna aftur og reisti sig á fætur skyldi hún