Norðurljósið - 01.01.1984, Page 16
16
NORÐURIJÓSIÐ
Tryggð í hjónabandi
Lög Guðs gera ráð fyrir tryggð í hjónabandinu
Þá er menn komu til Jesú og spurðu hann um hjónabandið,
svaraði hann: . . Það sem Guð hefur tengt saman, má
maður eigi sundur skilja.“ (Matt. 19.6) Hann staðfesti þar
með gjörðir skaparans, þegar fyrsta konan var leidd til fyrsta
karlmannsins. Við hjónavígslu nú á dögum er vitnað til sömu
orða. Að sjálfsögðu merkja þau hið sama og forðum:
Hjónabandið er tengt saman af Guði.
Þessi samtenging er mörgum dýrmæt lífsreynsla og hjónin
b'ta með kvíða til þess dags, er dauðinn hlýtur að skilja þau að
og annar makinn verður eftir. Mörgum hefur farnast illa í
hjónabandinu og líta það öðrum augum. Ef þau gætu líka
litið á hjónabandið sem tilhögun komna frá Guði, og tekið
saman aftur, myndu sbk hjónabönd einnig geta haldist við.
Samtengingin er af Guði gjörð
Guð sagði, þá er fyrsti maðurinn var einn í heiminum: „Eigi
er það gott, að maðurinn sé einsamall. Ég vil gjöra honum
meðhjálp við hans hæfi.“ Áfram er ritað: „Og Drottinn Guð
myndaði konu af rifinu, er hann hafði tekið úr manninum,
og leiddi hana til mannsins.“ Guð hafði í hyggju að setja á
stofn fyrsta hjónabandið. Hann gaf þau saman og blessaði
þau.
Þá sagði maðurinn: „Þetta er loks bein af mínum beinum
og hold af mínu holdi. . ..“ Lýsir þetta þrá hans, er hann
hafði vænst að rætast myndi. Reisn og hreinleiki birtist í
þessu. Guð vill að hvert hjónaband búi yfir þessari reisn og
hreinleika. Sumir halda að kærleikurinn sé aðeins ástarfýsn.
Samhengið í þessum versum úr Heilagri ritningu leiðir hins
vegar í ljós, að samtengingin átti sér stað áður en ástarfýsnin
vaknaði til lífsins. Kærleikurinn var þá til fyrir daga ástar-
fýsnarinnar. Páll postuli leggur einnig áherslu á þennan