Norðurljósið - 01.01.1984, Side 19
NORÐURIJÓSIÐ
19
raun og veru skapar heimilisbraginn, það er að segja viðhorf
föður og móður hvors til annars og til barnanna og mat
þeirra á verðmætum lífsins og eilífðarinnar? Þetta hefur áhrif
á mótun heimilisins og þess nýja lífs, sem frá því hefur göngu
sína. Hér er komið að þvi þýðingarmesta, viðhorfi makanna
til Guðs og Guðsorðs.
Rétti andinn verður reyndar ekki til á heimili fyrir þátt-
töku í lífsgæðakapphlaupi, heldur sem ávöxtur lyndiseink-
unnar makanna og þess, er þeim finnst mestu máli skipta í
lífinu. Mikilvægt er, hvernig þau líta á Guðsorð í hjóna-
bandinu.
í Biblíunni er víða að finna leiðsögn varðandi þetta efni. í
24. kafla Lúkasarguðspjalls lesum við um Emmausfarana, er
buðu Jesú sem kærkomnum gesti inn á heimili sitt og báðu
hann að brjóta brauðið, er sest hafði verið að snæðingi.
Mikilvægt er að safnast saman á samverustundum í nafni
Jesú Krists, en það er jafn þýðingarmikið að hann fái aðgang
að heimilinu eftir að samverustund lýkur. Þá skiptir einnig
miklu máli, hversu kærkominn hann er á heimilinu. Verið
getur að sums staðar sé hann hafður í litlum metum og flest
annað sé látið sitja í fyrirrúmi. Það færir ríkulega blessun að
Jesús sé hafður í mestum metum á heimilinu, þá mun hann
einnig brjóta hið daglega brauð og blessa það. Átt er við, að
hann muni blessa okkur á degi hverjum. f hversdagslífinu
reynir á hjónabandið. Hátíðastundir geta orðið sjaldgæfar,
en verði virkir dagar að hátíðadögum, þá geta þeir orðið
margir.
Þessu til viðbótar
Það urðu slíkar háú'ðastundir á virkum dögum hjá Maríu í
Betaníu, þegar Jesús kom í heimsókn og talaði við hana.
Marta var önnum kafin og gaf sér lítinn tíma til að hlýða á
hann. Hún mæddist af þessu og varð dálítið önug við Maríu
og Jesú og mælti: „Herra, hirðir þú ekki um það.. . .“
Fyrir andann á heimilinu og fyrir hjónabandið er það
mikilvægt, að úmi sé gefinn til næðisstunda með Jesú. Það
leiðir til meiri einlægni milli hjóna og bægir ónauðsynlegri