Norðurljósið - 01.01.1984, Side 22
22
NORÐURIJÓSIÐ
„Faðir þinn! Já, en þú getur verið um áttrætt, og vilt þú
telja mér trú um, að þú eigir föður á lífi?“ sagði Georg.
„Jú, svo gömul sem ég er, á ég þó föður, og hann er
ákaflega góður við mig. Ég skal segja þér, hvað ég meina.“
Svo sagði hún honum frá, að hún hafði verið svo afskap-
lega sjóveik og óskað sér, að hún gæti fengið eina appelsínu,
en átti enga peninga að kaupa fyrir. Hún sagði svo himn-
eskum föður sínum frá þessu og spurði, hvort hann vildi ekki
senda sér eina. „Svo sofnaði ég,“ sagði hún, „og þegar ég
vaknaði aftur, hafði hann sent mér ekki aðeins eina, heldur
tvær. Á þennan hátt svaraði hann bænum mínum.“
Georg þagði og gekk þungt hugsandi burtu. Hér stóð hann
frammi fyrir ágætu og afgerandi svari upp á bæn, og hann,
einn vantrúaður maður, hafði verið verkfærið, sem til þess
var notað.
Hversu var ekki Guð langlyndur, að hann vildi nota hann
til þess að uppfylla bæn gömlu konunnar og á þennan hátt
sýna honum, að það er einn Guð, sem heyrir bænir hinna
trúuðu og svarar þeim.
Þegar Pétur hringdi til Guðs
Norðanstormurinn hvein og skóf ofanburðinn saman í djúpa
skafla. Samt var margt fólk á ferli á götum stórborgarinnar.
Hinn átta ára gamli Pétur hafði sig með erfiðismunum eftir
einni götu, berandi þunga körfu. Hann varð að hvíla sig öðru
hverju, en hélt svo áfram, meðan hann raulaði lágt með
sjálfum sér:
Eitt fátækt barn ég aðeins er,
en uni glaður þó.
Því himnafaðir hjálpar mér,
það hjarta mínu er nóg.
Stóri bróðir hafði legið sjúkur 11 daga, svo að nú var það
Pétur, sem varð að bera þvottinn, sem mamma hans þvoði og