Norðurljósið - 01.01.1984, Page 24

Norðurljósið - 01.01.1984, Page 24
24 NORÐURIJÓSIÐ því. í flýti tók hann körfuna og bar hana yfir götuna, setti hana niður og fór inn í búðina. Hann hafði nógu mikla peninga fyrir skónum. Það leið því ekki á löngu, þar til hann var aftur á leiðinni til frú Holm, konunnar, sem átti þvottinn, sem hann bar, og nú lá einn pakki efst í körfunni. Hann fann sig öruggan nú, já, mjög glaðan, að hugsa um skóna handa Rut, en hugsanirnar snerust alltaf um litla heimilið þeirra. Mamma var farin að líta svo illa út og hafði svo vondan hósta, síðan þau komu til bæjarins. Læknirinn hafði sagt, þegar hann kom til Allans: ef hún vildi verða betri, yrði hún að fá sér léttari vinnu en að standa og þvo og strjúka þvott daginn út og daginn inn. En hvernig átti hún að fara að? Hún, sem hafði svo marga munna að metta? Og oft skorti eitt og annað á þvi litla heimili, hvernig sem hún þrælaði og stritaði. Þegar Pétur kom inn í hlýju og vistlegu stofuna, stóð frú Holm og talaði í símann. Pétur og mamma hans og systkini höfðu, þar til þau fyrir tæpu ári, er þau fluttu í bæinn, búið í afskekktri skógarbyggð: og það var í fyrsta skipti, sem Pétur heyrði nokkurn tala í síma. Hann hlustaði því með opnum eyrum. „Halló: Er það herra Berg? það er frú Holm, Litlu Nýgötu 8. Gerið svo vel að senda mér hingað: 1 kíló af kaffi af bestu tegund, 1 kíló af sykri — 2 pakka af kertum — 1 kíló af hrísgrjónum — vanillu, möndlur og rúsínur, sem við fáum vanalega. En gerið svo vel að senda þetta eins snemma og mögulegt er í fyrramálið eða helst í kvöld. Þökk fyrir, bless. Nei, að frú Holm skuli geta fengið allt þetta góða bara með því að standa og tala í þennan litla hlut. Það var næstum hið lygilegasta, sem Pétur hafði séð eða heyrt. Frú Holm tók körfuna og fór inn í annað herbergi til að taka hreina þvottinn upp úr henni. Þá fór ein hugsun eins og elding í gegnum ljóshært höfuð Péturs. Hann hafði ein- hverntíman heyrt einhvern tala um það: „að hringja til Guðs.“ Hann flýtti sér að taka eitt skammel og sté upp á það, tók í handfangið og sneri því hratt í hring, tvisvar sinnum, eins og hann hafði séð frú Holm gera. Svo byrjaði hann:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.