Norðurljósið - 01.01.1984, Page 24
24
NORÐURIJÓSIÐ
því. í flýti tók hann körfuna og bar hana yfir götuna, setti
hana niður og fór inn í búðina. Hann hafði nógu mikla
peninga fyrir skónum. Það leið því ekki á löngu, þar til hann
var aftur á leiðinni til frú Holm, konunnar, sem átti þvottinn,
sem hann bar, og nú lá einn pakki efst í körfunni.
Hann fann sig öruggan nú, já, mjög glaðan, að hugsa um
skóna handa Rut, en hugsanirnar snerust alltaf um litla
heimilið þeirra.
Mamma var farin að líta svo illa út og hafði svo vondan
hósta, síðan þau komu til bæjarins. Læknirinn hafði sagt,
þegar hann kom til Allans: ef hún vildi verða betri, yrði hún
að fá sér léttari vinnu en að standa og þvo og strjúka þvott
daginn út og daginn inn. En hvernig átti hún að fara að?
Hún, sem hafði svo marga munna að metta? Og oft skorti eitt
og annað á þvi litla heimili, hvernig sem hún þrælaði og
stritaði.
Þegar Pétur kom inn í hlýju og vistlegu stofuna, stóð frú
Holm og talaði í símann. Pétur og mamma hans og systkini
höfðu, þar til þau fyrir tæpu ári, er þau fluttu í bæinn, búið í
afskekktri skógarbyggð: og það var í fyrsta skipti, sem Pétur
heyrði nokkurn tala í síma. Hann hlustaði því með opnum
eyrum.
„Halló: Er það herra Berg? það er frú Holm, Litlu Nýgötu
8. Gerið svo vel að senda mér hingað: 1 kíló af kaffi af bestu
tegund, 1 kíló af sykri — 2 pakka af kertum — 1 kíló af
hrísgrjónum — vanillu, möndlur og rúsínur, sem við fáum
vanalega. En gerið svo vel að senda þetta eins snemma og
mögulegt er í fyrramálið eða helst í kvöld. Þökk fyrir, bless.
Nei, að frú Holm skuli geta fengið allt þetta góða bara með
því að standa og tala í þennan litla hlut. Það var næstum hið
lygilegasta, sem Pétur hafði séð eða heyrt.
Frú Holm tók körfuna og fór inn í annað herbergi til að
taka hreina þvottinn upp úr henni. Þá fór ein hugsun eins og
elding í gegnum ljóshært höfuð Péturs. Hann hafði ein-
hverntíman heyrt einhvern tala um það: „að hringja til
Guðs.“ Hann flýtti sér að taka eitt skammel og sté upp á það,
tók í handfangið og sneri því hratt í hring, tvisvar sinnum,
eins og hann hafði séð frú Holm gera. Svo byrjaði hann: