Norðurljósið - 01.01.1984, Page 26
26
NORÐURIJÚSIÐ
hann falið í næstum tómu búrinu frammi í göngunum, Þeir
áttu að koma á óvart, til að gera Rut bæði undrandi og glaða
á aðfangadagskvöldið.
„Mamma, þú skalt ekki vera leið,“ sagði hann glaður, „því
að nú hefi ég hringt til Guðs og beðið hann að senda okkur
allt, sem okkur vantar til jólanna, og einnig að gefa þér léttari
vinnu. Og það er alveg víst, að Guð heyrir og hjálpar Er það
ekki?“
Mamma stóð sem eitt lifandi spurningarmerki, og það leið
góð stund áður en hún fékk skilið, hvernig á þessu öllu stóð.
Henni varð dálítið illt við í fyrstu. Hugsa sér, ef litli dreng-
urinn hennar yrði fyrir vonbrigðum. En hún mátti ekki
skjóta efa um trúfesti Guðs inn í hjarta Péturs. Hún lagði því
allt þetta fram fyrir Guð og andvarpaði til hans, að hann
leiddi allt til bestu endaloka og léti ekki litla drenginn hennar
verða sér til skammar fyrir hið örugga traust á hjálp Drottins.
Og Drottinn hjálpaði. Roskin, trúuð kona, ungfrú Vester,
hafði setið við símann á símstöðinni, þegar Pétur hringdi.
Hún varð svo undrandi að heyra þann litla dreng tala svo
fullan trausts við Guð, að hún hafði ekki komið sér að því að
svara. Svo hætti hann snögglega að tala. I rauninni hafði
önnur kona átt að vera við símann þennan dag, en hún hafði
farið í ferðalag, svo að ungfrú Vester var fyrir hana. Hin var
óendurfædd og auk þess þver í skapi og stutt í spuna, svo að
hún hefði vissulega ekki haft þolinmæði til að hlusta á allt,
sem Pétur hafði að segja.
En þessi trúaða kona sá handleiðslu Guðs í þessu öllu, og
strax þegar hún var laus úr vinnu um kvöldið, fór hún til
gamals, ríks kaupmanns, sem var góður maður og óttaðist
Guð. Hún hafði oft áður fengið hann til að hjálpa fátækum,
nauðstöddum fjölskyldum.
Gamli maðurinn fékk tár í augun, þegar ungfrú Vester
sagði honum frá, hvernig Pétur hafði hringt til Guðs.
„Fáðu nákvæmlega að vita, hvernig mömmu Péturs líð-
ur,“ sagði hann, „og láttu mig vita það fyrripartinn á morg-
un. Svo skulum við sjá hvað við getum gert.“
Aðfangadagurinn kom með glaða skólskin yfir götur og
skóga. Pétur gekk allan daginn spenntur og beið eftir engl-