Norðurljósið - 01.01.1984, Page 28
28
NORÐURIJÓSIÐ
margir höfðu orðið eftir á Indlandi. Sérstaklega var það einn
af þessum nýju mönnum, sem reyndist vera afskaplega
slæmur maður.
Þegar hann sá Jakob litla beygja kné í bæn, fór hann til
hans og sló hann utanundir og sagði illskulega: „Ekkert
svona lagað hér.“
Einn af skipshöfninni, sem blótaði öðru hverju, varð argur
yfir að sjá þennan dreng svo illa leikmn og bað þann, er sló,
að koma upp á þilfarið með sér, svo skyldi hann fá það, sem
hann ætti skilið. Hinn ákvað að koma, og fljótt hafði hann
fengið höggið borgað. Þegar svo báðir komu niðurundir aft-
ur, sagði sá, sem hafði varið Jakob, við hann: „Nú, Jakob, ef
hann vogar sér að snerta við þér skal ég taka í hann aftur.“
Um kvöldið hugsaði drengurinn með sjálfum sér, að það
væri ónauðsynlegt fyrir hann að valda slíkum illindum, og
hann gæti beðið með að biðja til Guðs, þar til hann væri
kominn í kojuna, því að þá myndi enginn sjá það. En þegar
hann ætlaði að smeygja sér upp í, hljóp maðurinn, sem hafði
varið hann daginn áður, til hans og reif hann aftur fram úr
rúminu og sagði við hann, „Heldur þú, að ég hafi varið þig í
gær, til þess að þú skyldir láta vera að biðja?
Villtu leggja þig á kné að biðja, og það undir eins.“
Alla leiðina heim aftur til London leit þessi sjómaður eftir
Jakobi, eins og hann hefði verið pabbi hans, og leit líka eftir
því, að hann á hverju kvöldi beygði kné í bæn eins og hann
var vanur.
Jakob var starfssamur, og frístundirnar notaði hann til
lesturs. Hann lærði líka alla vinnu um borð, og þegar hann
var nógu gamall tók hann skipstjórapróf.
Mörgum árum seinna var stærsta gufuskip þeirra tíma
sjósett og var kallað „Great Eastern". Hann átti að leggja
hinn viðfræga símastreng þvert yfir Atlantshafið til Ameríku.
Traustur skipstjóri, sem hafði mikið álit og reynslu var valinn
ti! þessa þýðingarmikla starfs. Hver var það annar en litli
Jakob? Þegar „Great Eastern" kom aftur til Bretlands eftir
vel heppnaða ferð, gerði Viktoría drottning hann að riddara,
og víða varð hann nú þekktur undir nafninu Sir James
(Jakob) Andersen.