Norðurljósið - 01.01.1984, Page 30
30
NORÐURIJÓSIÐ
kominn matartími, og Sara bað allan tímann, meðan hún
lagði á borðið.
„Faðir á himnum, sendu okkur mat til miðdags.“
Meðan hún bað fannst henni hún heyra fótatak. Hún fór
að eldhúsdyrunum og opnaði þær. Á tröppunum stóð karfa
með nafnspjaldi þeirra.
Mikil var gleði Söru. „Mamma,“ hrópaði hún, „komdu,
flýttu þér“. Mamma hennar kom og horfði undrandi á körf-
una.
„Ég sagði það, mamma, að Guð gleymdi okkur ekki, það
gerir hann aldrei. Hann hefir lagt einhverjum á hjarta að
færa okkur þennan mat.“ Þær tóku körfuna. Þar var kjöt og
brauð og margt gott og nauðsynlegt í, nógu mikið í margar
máltíðir. Mamma Söru reyndi, allt hvað hún gat að fá að vita,
hver hafði sent körfuna, en enginn af vinum hennar vissi það,
og hún fékk það aldrei upplýst. Sara vissi, að Guð hafði sent
hana, og það var henni nóg.
Stuttu eftir þetta fékk pabbi hennar vinnu aftur, og Sara
þurfti ekki, svo mikið sem eitt skipti, að ganga svöng. Þegar
hún óx upp bar hún allt það, er hún þarfnaðist, fram fyrir
sinn himneska föður, og þó að hún hefði boginn hrygg og
gæti ekki unnið eins og aðrir fann hún kærleika Guðs og
umhyggju alla ævi, svo að hún lærði að treysta meir og meir á
hann og elska son hans Jesúm Krist.
„Sæll er sá maður, er setur traust. sitt á Drottin,“ sagði
Davíð fyrir löngu, og það var þetta, sem Sara gjörði. Hún var
sæl, því að hún vissi, hversu góður Guð er, og hve gjarnan
hann vill, að við treystum honum.
(Þýtt úr Sogur um bon). Þ. P.
Trúnaðarbréf
Þrjú hundruð Ijósára og ofur lítið meira
í einu af bréfunum, sem ég fékk í sumar, ritar þú meðal
annars, að áhrifamikill sé himinn stjarnanna. Það hefir nú
verið svo um allar áraraðir, að menn hafa staðið hugsandi, er