Norðurljósið - 01.01.1984, Side 33
NORÐURIJÓSIÐ
33
Spurning drottningar
Getum við verið fullviss?
Er unnt að vita með einhverju móti, að við verðum eilíflega á
himnum, velkomin í samfélag við Guð, en hreppum ekki
örlög eilífs dauða, algerlega skilin frá Guði?
Vafalaust er þetta mikilvægasta spurningin, er mætt getur
manninum. En er það alveg óhjákvæmilegt að svarið við
henni dragist, þangað til lífinu lýkur? Verður svarið að bíða,
uns því verður ekki breytt?
Fagurt atvik gerðist, er snerti sjálfa drottningu Breta,
Victoríu. Og það er virði þess, að það sé rifjað upp.
Hún var stödd við guðsþjónustu í St. Páls dómkirkjunni í
Lundúnum. Hlýddi hún þar á ræðu, sem vakti mjög áhuga
hennar. Spurði hún þá hirðprestinn: Er unnt að vera alveg
viss um líf eilífs öryggis? Svar hans var: að hann þekkti enga
þá leið, sem alveg væri örugg.
Þetta var birt í fréttum frá hirðinni. Kom það fyrir augu
manns, er var auðmjúkur boðberi fagnaðarboðanna. Jón
Townsend hét hann, náinn vinur Georgs Mullers og faðir
„Systur Abígail“ (sem eins og G. Muller „bað Guð um allt,
en mennina um ekkert“, frábær í trú og þjónustu.).
Er Jón hafði lesið spurningu Victoríu drottningar og svarið
við henni, hugsaði hann og bað mikið um það, er snerti þetta
mál. Drottningunni sendi hann síðan þessar línur:
Til hennar náðugu hátignar, vorrar elskuðu drottningar
Victoríu, frá einum hennar auðmjúku þegna.
Með titrandi höndum, en hjartað fullt af kærleika og
vegna þess, að ég veit, að við getum verið alveg fullviss um
eilíft hjálpræði okkar og eilífa heimilið, sem Jesús fór til að
undirbúa handa okkur, má ég þá biðja yðar allra náðugustu
hátign að lesa fylgjandi greinar úr ritningunni: Jóhannes 3.
16. og Rómverjabréfið 10. 9. og 10.?
Ritningargreinar þessar sanna: að til er full vissa um
hjálpræðið vegna trúar á Drottin Jesúm Krist þeim til handa,
sem trúa og taka á móti fullkomnuðu verki hans til frelsunar.
Ég rita undir þetta sem þjónn yðar sakir Jesú.
Jón Townsend.