Norðurljósið - 01.01.1984, Side 36
36
NORÐURIJÓSIÐ
segir við þá á eftir þessum orðum: „Hrist af þér rykið, rís upp
og sest í sæti þitt. Losa af þér hálsfjötra þína, þú hin hertekna
dóttirin Zíon.“ Þjóðin var eins og fangar, sem sitja sofandi í
rykugum klefum sofandi og hirðulausir. En nú á þjóðin að
vakna og sjá hve mikla hluti Drottinn hefir ætlað henni.
Hann ætlaði henni yndislegt hlutskipti, og það hefði hún
fengið að reyna, ef hún hefði ekki yfirgefið Drottin og
syndgað á móti honum, ef hún hefði ekki sofið svo fast, að
ómögulegt var að vekja hana. En þú, sem lest þetta í dag
spyrð ef til vill: „Hvað kemur þessi gamla saga um ísraels-
þjóðina mér við. Ekki er ég í fangelsi rykugu og dimmu, ekki
er ég heldur í brennandi húsi. Ég bý í björtu og góðu hús-
næði, hefi allt til alls og líður ágætlega.“
Þetta sögðu líka Farísearnir við Jesúm. Þeir sögðu: „Við
erum synir Abrahams og höfum aldrei verið þrælar nokkurs
manns.“ Þá svaraði Jesús þeim: „Sannlega segi ég yður hver
sem syndina drýgir, hann er þræll, en þrællinn dvelur ekki
um aldur og ævi í húsinu, sonurinn dvelur þar um aldur og
ævi.“ Já, Guð skapaði okkur til samfélags sonar síns, ekki til
að við skyldum glatast, heldur að við mættum frelsast fyrir
Drottin Jesúm Krist: „Guð vill ekki dauða syndugs manns,
heldur að hann snúi sér og lifi,“ segir Biblían. „Vakna þú.
Vakna þú,“ hljómar til þín í dag, til þín, sem heyrir eða lest
þessi orð. Páll postuli sagði í einu bréfi sínu: „Vakna þú, sem
sefur og rís upp frá dauðum og þá mun Kristur lýsa þér.“
Það var einu sinni í Svíþjóð, að árla morguns var hringt
dyrabjöllu í húsi nokkru, en enginn vaknaði. En maður, sem
var gestur í húsinu var vakandi og hafði verið nokkra stund á
bæn. Þegar nú enginn virtist ætla að vakna fór hann og
opnaði. Ungur bréfberi stóð úti fyrir og rétti honum skeyti og
sagði: „Það er hraðboði (express). Þess vegna lét ég það ekki
inn um bréfalúguna, heldur vildi fá einhverjum það beint í
hendur.“
Það er hraðboði til þín í dag, til þín, sem heyrir þessi orð.
Það sem þessi hraðboði hefir að flytja er svo áríðandi, að þess
vegna er heimilt að raska morgunsvefni þínum: Hraðboðinn
hefir þetta að flytja þér: „Vaknaðu, Vaknaðu. Hvar hugsar
þú þér að dvelja í eilífðinni?“ Aðeins með því eina móti, að