Norðurljósið - 01.01.1984, Page 37
NORÐURIJÓSIÐ
37
þú iðrist synda þinna og fáir þær fyrirgefnar getur þú orðið
hólpinn, komist inn í himin Guðs, inn í nálægð hans. Ert þú
viðbúinn að mæta Guði þínum? Það er beint til þín þetta
hraðboð frá himninum: „Ráðstafa húsi þínu, því að þú munt
deyja.“ Guð skapari þinn, Frelsari þinn og vinur hefir sent
þér þetta hraðboð. Þú mátt ekki reiðast, þótt þú verðir að
vakna af værðinni við þessa skörpu hringingu á hjartadyr
þínar, Guð kærleikans vill láta þig vita, að það er von fyrir
þig, friður og frelsi. Boðskapurinn er svo háalvarlegur, að
hann snertir einmitt þig persónulega. Það er hraðboð. Þú
verður að taka eftir. Þú glatar sál þinni, ef þú hrindir boð-
skapnum frá þér. Þetta er hraðboð frá Himninum — Föður-
landi þínu. Hvert er svar þitt? Segðu: „Drottinn, ég kem.“
Þegar fangavörðurinn í Filippí hrópaði þessi orð upp um
hánótt: „Hvað á ég að gera til þess að verða hólpinn?“ fékk
hann þetta svar: „Trú þú á Drottin Jesúm og þú munt hólp-
inn verða og heimili þitt.“ Það er Jesús einn, sem getur gefið
þér frið, umbreytt hjarta þínu. Hann rekur engan frá sér, sem
til hans kemur. Ljúk þú upp dyrum hjarta þíns fyrir honum,
einmitt nú „1 dag ef þú heyrir raust hans þá forherð ekki
hjarta þitt.“ Nú er þitt tækifæri.
G.G.
Hinn óslökkvanlegi eldur Guðs
Kjarnorkan þekkt fyrir 8000 árum
Eftir Howard B. Rand, LIB. (U.S.A.)
Guð hefir leyft, að einn, af dýpstu leyndardómum alheims-
ins, hefir verið birtur mönnum, er kjarnorkan fannst. En nám
mannsins, í skóla réttlætis, er ennþá of stutt, til þess að hann
ekki misnoti það, sem býr í þessari ógurlegu orku. Tortíming
vorrar menningar er möguleg nú. En útþurrkun alls lífs á
jörðinni einnig. Staðreyndin er: að þetta fer að verða óhjá-
kvæmilegt, af því að aukinn er stöðugt sá kraftur, sem býr í