Norðurljósið - 01.01.1984, Page 38
38
NORÐURI .JÓSIÐ
þeim til að tortíma. Nema Guð grípi fram í, (og það mun
hann gera, S.G J.) mundi heimska mannsins leiða til útrým-
ingar mannkynsins og alls lífs á jörðinni. . . . Vér vonum, að
hugsandi lesandi álykti rétt og finni rétta svarið við því, sem
nú er vakið máls á.
Biblíufræðingar og guðfræðingar rita um sköpunarsög-
una.
Langt er frá því: að æskileg séu öll þau skrif. Heita má, að
engin sé undantekning frá því, að alveg skortir skilgreiningu
staðreynda, sem þar koma fram, í 1. og 2. grein í fyrsta kafla
1. bókar Móse. 1. greinin víkur að upphafinu í fjarlægri
fortíð, er Guð skapaði himin og jörð. Hebreska orðið, sem
þýtt er að skapa, merkir: að undirbúa, laga, mynda, full-
komna er líka fólgið í því. Jörðin var ekki sköpuð auð og tóm,
heldur varð það. „Jörðin varð auð og tóm.“ „Ég myndaði
hana, til þess að hún væri byggileg.“ (Jesaja 45. 18.).
Hin upphaflega sköpun var fullkomin
Þannig var það frá upphafi: Jörðin var mynduð íbúahæf,
því að hún kom frá höndum Guðs þannig, í fullkomnu lagi.
Síðar var fullkomnu ástandi hennar eytt. Var hún þá sem í
krampakenndu, ruglingslegu ástandi, óskapnaðar ástandi,
sem krafðist endur-skipulagningar áður en tímabil Adams
gæti hafist. Smith & Goodspeed þýða Jesaja 45. 18. þannig:
„Hann skapaði hana ekki óskapnað, hann myndaði hana til
bústaðar.“ Ferrar Fenton þýðir greinina þannig:
Þannig segir Drottinn er skapaði sólirnar sá Guð sem
myndaði jörðina og sá um lögmál hennar, myndaði hana ekki
til að vera auðn, heldur fyrir menn að búa par.
Sú staðreynd styður líka þýðinguna á 1. Mós. 1. 2., að í
Nýja testamentinu, Jóhannes 17. 24. „áður en heimurinn var
grundvallaður,“ þá er þar á grísku: áður en heiminum var
tortímt, og í 1. bréfi Péturs líka. í 1. Mós. 1. 1. er vitnað til
upphaflegrar sköpunar jarðar. En í 2. grein er vitnað til
ástands hennar síðar, alger tortíming.
Jeremía leggur fram frekari sönnun fyrir því: að jörðin var