Norðurljósið - 01.01.1984, Síða 51
NORÐURIJÓSIÐ
51
maður til vegar komið. Það verður að koma frá Guði sjálf-
um.
Jesús sagði. „Sannlega, sannlega segi ég yður, sá sem
heyrir mitt orð og trúir þeim sem sendi mig, hefir eilíft líf og
kemur ekki til dóms, heldur hefir hann stigið yfir frá dauð-
anum til lífsins.“
Það líf verður líka þitt, þegar þú treystir Jesú Kristi sem
frelsara þínum.
Salerno kraftaverkið
í orustunni um ftalíu var Salerno hættudepillinn. Þar gengu
herflokkar okkar á land í september 1943. Var það til að
hertaka nokkrar mikilsverðar hæðir, og þar með að opna leið
fyrir innrásarherinn, sem kom sunnan frá, til að ná Róma-
borg.
Um það bil, sem við vorum að lenda, gerðist mjög ein-
kennilegt atvik. Mörg hundruð mílur í burtu, í sameinaða
konungsríkinu, var hin venjulega kvöldbæna samkoma
haldin í Swansey í Wales. Skömmu eftir kl 9.45 fer skólastjóri
Rice Howells, að tUkynna með titrandi röddu, að Drottinn gefi
honum þunga byrði, að biðja fyrir innrásinni í Salerno.
Ég trúi því, að menn okkar eigi í miklum erfiðleikum,
sagði hann, Og nema við getum sigrað í bæn, eru þeir í hættu
að missa það, sem þeir hafa náð. Eins og sagt er frá í bók Rice
Howell’s, Fyrirbiðjandinn, eftir Norman Grub, Lotning
Guðs virtist koma yfir alla, sem á samkomunni voru, því að
frétt þessi kom algerlega á óvart. Opinberar fregnir höfðu
engar komið, að nokkuð væri að, heldur hið gagnstæða. Þeir,
sem voru á samkomunni, höfðu nýlega verið að fagna yfir
því, að senn yrði ftalía laus undan Facista og Nazistaokinu.
Ekki leið á löngu, uns allir voru komnir á knén, hrópandi
til Guðs, að hann gripi fram í. Meðan þeir voru að biðja,
öðluðust þeir þá reynslu, að heilagur Andi tók þá og lét þá
brjótast í gegn, beint til sigurs í bænum sínum.
Fólkið fann, að það var farið að lofa Guð og trúði því, að