Norðurljósið - 01.01.1984, Page 55
NORÐURIJÓSIÐ
55
tunglinu, gerðu að engu þá getgátu, að tunglið hefði einu
sinni verið hluti af jörðunni. Þeir eru önnur tegund grjóts.
Þetta er staðreynd, sem vísindin hafa verið mjög áberandi
þögul um!
Annað atriði er vert að íhuga. Það er þetta, að jörðin hafi
verið bráðin í upphafi. Ef jörðin kólnaði svo, að hún varð
byggileg fyrir nokkrum miljónum ára, eins og vísindin vilja
láta okkur trúa, hvers vegna hélt hún ekki áfram að kólna,
svo að hún væri nú orðin gaddfrosin, þar sem allt efni kólnar
með sívaxandi hraða?
Getur nokkur maður með heilbrigðri skynsemi sætt sig við
þá skýringu: „að sólin sé kúla úr mjög eldfimum gastegund-
um, sem kveikt er í með kjarnorkueldi? Þá yrði aðeins and-
artaks bruni, síðan væri öllu lokið! Einnig mundi skapast
kjarnorkuský, svo að sólin hyldist alveg sjónum okkar.
Getum við þá skýrt fyrirbæri, svo sem þau: að jörðin er
bráðin að innan, og að ljós sólar dvínar ekki?
Vissulega. Því, sem Guð skapaði, setti hann föst, eðlis-
fræðileg lög. Eitt þeirra lærum við snemma í skólunum:
Þrýstingur framleiðir hita. Þar sem hvert ferfet, á yfirborði
jarðar, beinist að miðdepli jarðar og þungi þess er svo sem
105.600.000 pund þá nægir þessi þrýstingur allur til að skapa
þann hita, sem þarf til að halda miðkjarna jarðar sífellt
bráðnum.
Sólin er miklu stærri en jörðin. Hún framleiðir því (vegna
meiri þrýstings) langtum meiri hita, í raun og veru svo mik-
inn hita, að hann nær í gegnum yfirborð sólar og myndar
stóran hnött af hrauni, en yfirborðið er sífellt í loga, nema
þegar við sjáum sólbletti. Ekki er heldur þrýstingurinn í
innsta kjarna sólar eða jarðar alltaf jafn. Hann er alltaf á
hreyfingu, vegna áhrifa himins hnatta. Jörðin hefir tunglið
og sólin öll jarðstirnin, sem auka þrýstinginn með togunum
sínum, þyngdaraflsins.
Sólarorkan er þess vegna alltaf jöfn. Háð er hún ekki
eldsneyti eða andrúmslofti til að halda eldum sínum við.
Efnismagn hennar er uppspretta orku hennar. Er augljóst af
þessu, að Guð er hinn eini, sem fundið hefur upp eilífa
hreyfingu, orkan verið hitanum jöfn.