Norðurljósið - 01.01.1984, Qupperneq 56
56
NORÐURIJÓSIÐ
Hin síðasta, vísindalega opinberun er sú, að sólin sé að
minnka. Hefir hiti hennar minnkað? Ekki hefi ég orðið var
við það. Satt er það, veðurfarið hefir breyst eins og Biblían
segir okkur, að gerast muni á síðustu dögum, svo að þetta er
þá eitt af táknum tímanna. Eitt er ég alveg viss um, þegar
vísindin eru alveg andstæð orði Guðs, þá er það ekki orð
Guðs, sem hefir rangt fyrir sér. Ég held mér fast við: í
upphafi skapaði Guð himin og jörð. „Það er staðhæfing, er
jarðskorpan sannar. Hún er ekki mynduð við eldgos, en er
setlög, mynduð við botnfall. “
Jörðin var þá hulin af vatni, ekki hrauni, nákvæmlega eins
og Biblían segir.
„Safnist vötnin undir himninum í einn stað, svo að þurr-
lendið sjáist.“ (1. Mós. 1. 9.).
Viðurkennt skal það, að við vitum ekki, hve fyrstu þrír
dagarnir voru langir. Þeir virðast ekki miðaðir við sólargang,
því að sólin kemur fyrst til sögunnar á fjórða degi. Setlaga-
bergsklettar, eru sönnun þess. En ekkert sannar að þróun
hafi átt sér stað, að ein tegund hafi breyst í aðra. Þess vegna
verður niðurstaðan aðeins ein: Allir hlutir voru skapaðir af
Guði, alveg eins og Biblían segir, að þeir hafi verið.
(Þýtt úr „The Flame,“ Loginn,
jan./feb. 1983, en þar úr Pentecostal time.).
S.G.J.
Ungi bumbuleikarinn á dauðastund
Tvisvar eða þrisvar á ævinni snerti Guð hjarta mitt í miskunn
sinni, og tvisvar sinnum áður en ég snérist til trúar fann ég til
djúptar sannfæringar. f amerísku borgarastyrjöldinni var ég
skurðlæknir í her Norðurríkjanna, og eftir orustuna við
Gettysburg voru mörg hundruð særðra hermanna á spítala
minum, þar á meðal tuttugu og átta sem höfðu særst svo
alvarlega að þeir þurftu strax á þjónustu minni að halda — af