Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 65
NORÐURIJÚSIÐ
65
Það eru páskar
Hvað gerðist dagana í kyrru vikunni?
(vikuna fyrir páska?)
Eftir D. M. Panton.
Þegar Drottinn hélt sigurhróss innreið sína í Jerúsalem, getur
það ekki hafa gerst á svonefndum pálmasunnudegi, heldur
laugardaginn á undan. Því að okkur er sagt greinilega að
hann kom frá Jeríkó til Betaníu, sem er lengri leið en leyfilegt
var að ferðast á hvíldardegi. En frá Betaníu til Jerúsalem er
vegalengdin sú, er reglurnar leyfðu Gyðingum að ferðast.
(Ber saman Lúk. 24. 50. og Postulas. 1. 12.).
Þetta var síðasti, mikli hvíldardagurinn, sem Gyðingar
héldu nokkru sinni. Þess vegna var honum heilsað með
ávarpi ísraels: Blessaður sé sá, sem kemur í nafni Drottins.“
(Matt. 21. 9.). Laugardagurinn var tíundi dagurinn í Nisan.
Við vitum þetta, af því að hátíðar máltíðin var hinn fimmt-
ánda, nóttin, sem kom á eftir slátrun páskalambsins, um
sólarlag. (2. Mós. 12. 6.). Sex dögum fyrir páska — hinn 9.
„kom þá Jesús til Betaníu, þar sem Lasarus var, hann, sem
Jesús hafði uppvakið frá dauðum.“ Og daginn eftir, næsta
dag, — hinn tíunda — þegar margt fólk fékk að heyra það,
kom Jesús til Jerúsalem. Hinn tíundi var dagurinn, þegar
þeir (ísraelsmenn) áttu að taka lamb (2. Mós. 12. 3.). Og það
var kvöldið áður, sem Júdas seldi Drottin fyrir 30 silfurpen-
inga. (Matt. 26. 14.).
Þá mótbáru geta, e.t.v., einhverjir borið fram: að sigur-
hróss innreiðin braut helgi hvíldardagsins. En er það líklegt
að þetta hafi verið þannig í Drottins augum? Mundi sigur-
hróss innreið hans vera hvíldardags-helgibrot, þó að með
henni fylgdu þjónusta folans, brot á trjágreinum og hylling
lærisveina hans? Það er svo að sjá, að orð Jesú segi hið
gagnstæða. „Prestar vanhelga hvíldardaginn í musterinu á
hvíldardögum og eru þó án saka." (Matt. 12. 5.). Þetta
merkir, að lögin um daglega fórn voru æðri en hin um
hvíldardaginn.