Norðurljósið - 01.01.1984, Side 66
66
NORÐURIJÓSIÐ
Drottinn vor dvaldi síðast í Jerúsalem, sem hann yfirgaf
aldrei nema á nóttunni, og þá ekki lengri leið en hvíldar-
dags-leið. Þetta merkir, að lambið var bundið. Lambið átti
að binda hinn tíunda dag í Nisan, jafnvel þótt hann væri
hvíldardagur. (2. Mós. 12. 3.). Mátti ekki innreið Messíasar,
sem hafði verið spáð, hafa forgangsréttinn fyrir lögmálinu,
þegar hinn tíundi dagur í Nisan var á laugardegi?
Sunnudagur.
Aðalatburður sunnudagsins — mikilvægi hans er óútreikn-
anlegt. Drottinn vor lagði af stað frá Betaníu án þess að neyta
morgunverðar. „Því að vandlæti vegna húss þíns hefir upp-
etið mig.“ (Sálm. 69. 10.). Á leið sinni til musterisins fer hann
framhjá fíkjutré.
Hann lyftir greinunum upp, en finnur engan ávöxt. Hann
fer inn í musterið og finnur þar peninga-víxlara. Konungs-
ríkið verður tekið frá ísarel og gefið þeirri þjóð, sem ber
ávöxtu þess. Hvíldardagurinn og fólkið, sem átti að halda
hann, því var dreift, fjarlægt úr landinu. Sunnudagurinn — á
honum var ljósið skapað, — þá var manna gefið í fyrsta sinn,
og þá var heilagur Andi sendur til jarðar — Þá byrjaði alveg
ný vika fyrir heiminn allan.
Mánudagur.
Mánudagurinn var síðasti dagurinn, er Drottinn kom fram
opinberlega. Æsingin var svo mikil, að það hefði verið sama
sem morð, ef hann hefði opinberlega komið fram. Jesús
talaði með miklum krafti. Hann sagði það, sem stendur í 23.
kafla guðspjalls Matteusar.
Þriðjudagur.
Þetta er leyndardómsfyllsti dagurinn í kyrru vikunni. Fólks-
fjöldi beið hans — allan daginn — í musterinu. „Trúið á
ljósið, meðan þér hafið ljósið, til þess að þér verðið ljóssins
synir!“ (Jóh. 12. 36.). Ekki eitt orð, ekki einn spádómur
virðist benda á þennan dag, í fullkominni einveru. Kannski
var Jesús uppi í fjöllunum hjá Betaníu og bjó sig undir það,
sem koma skyldi á næstu dögum? Hér gat hann verið aleinn
með sínum himneska Föður.