Norðurljósið - 01.01.1984, Síða 70
70
NORÐURI.JÓSIÐ
skýringar. Hið sama getur gerst hjá þér. Þegar þú biður
Jesúm að grípa fram í ævi þína, mun heilagur Andi gefa þér
kraft til að sigrast á öllu.
Við töluðum saman í nærri því tvær stundir, ræddum um
ritningarnar og sögðum frá tilfinningum okkar. Þegar ég las
2. Kor. 5. 17. (Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný,
hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til.“), spurði hann
með mikilli forvitni: Getur þetta virkilega gerst hjá mér? Get
ég í raun og veru orðið ný skepna“?
Ég gerði þá úrslitasamning við Mikael. Ég ábyrgist það,
sagði ég, en það getur verið, að það verði ekki í næstu viku
eða í næsta mánuði. En ef þú reynir að ganga með Jesú, munt
þú breytast.
Þetta snart Mikael í raun og veru. Hvernig gat hann spyrnt
á móti þeirri hjálp, er áþreifanlegust var af öllu þvi, er hann
hafði nokkru sinni heyrt? Við báðum saman í gegnum sím-
ann: „Jesús, ég trúi því, að þú dóst fyrir (mig,) syndir mínar.
Ég iðrast og veiti þér viðtöku sem frelsara mínum. Ég veit, að
þú ert hinn eini, sem getur gert mig heilbrigðan. Tak þú
fíkniefna vandann í burtu, kæri Drottinn. Sættu mig og við
fjölskyldu mína aftur, kæri Drottinn, og gefðu mér styrk til
að verða ný persóna í þér. Sjáðu mér fyrir nýja lífinu, sem þú
lofaðir mér.
Jafnvel þó að Mikael fyndi, að synda þunginn mikli, sem
hvíldi á honum, væri ekki gersamlega horfinn, þá létti hon-
um við að vita, að nú mundi Guð vera hjálpari hans.
Viku seinna sótti ég hann heim. Hann var nú kominn á
afeitrunardagskrá. Var hann ákveðinn í því: að gefast ekki
upp, en halda áfram, uns hann væri laus við fíkniefnin.
Konan hans heilsaði mér hlýlega, en hún missti skjótt áhug-
an fyrir samtali okkar og yfirgaf herbergið. Hún var kaþólsk,
og trú mannsins hennar, Gyðingsins, virtist henni einkenni-
leg og rugli lík. En Mikael var nú ekki á því, að þetta hefði
áhrif á hann, dragi úr honum kjarkinn.
Vika leið. Þá tók hann boði systur sinnar og fór í kirkju
með henni. Konu sína tók hann með. Hvílíkt dæmi um
kærleika Guðs sáu þau!
Sjáðu, hverju við höfum misst af, sagði hann við konu sína,