Norðurljósið - 01.01.1984, Page 74
74
NORÐURIJÓSIÐ
uppsprettulind andlegs kraftar, þegar lesturinn er hafður um
hönd með réttu hugarfari og á réttum tíma.
Þegar ég átti heima í Brasilíu, kom kristniboði til lítils
bæjar þar, Bahía. Allt gekk vel, uns hann fékk bréf, er
hljóðaði þannig: „Komir þú til Caruara aftur, skaltu deyja.“
Hann ákvað að skeyta ekki þessari hótun. Næsta sunnu-
dagskvöld, er söfnuðurinn var að syngja fyrsta sálminri,
komu nokkrir „capangas“ menn, (leigðir launmorðingjar)
með langa hnífa og settust fram við dyr. Önnur útgönguleið
var ekki til. Kristniboðinn vissi, að hann var kominn í gildru.
Hann gat ekki risið á fætur og prédikað. í stað þess bað
hann í hljóði til Guðs. Opnaði síðan Bíblíuna og las langan
kafla úr einu af guðspjöllunum. Síðan lét hann söfnuðinn
fara — og beið.
Mennirnir báðir gengu til hans. Var síðasta stund hans
komin? Hvers konar bók var það, sem þú last úr? spurði
annar maðurinn.
Biblían.
Er hún bók Mótmælenda?
Nei, það er aðeins ein Biblía til handa allri kristninni.
En við höfum heyrt, að Biblía Mótmælenda sé bók djöf-
ulsins.
Fannst ykkur, að það væri kenning djöfulsins, sem ég las
fyrir ykkur?
Nei, þú last um góða Drottin Jesúm eitthvað, sem við
höfum aldrei heyrt áður. Við viljum heyra meira.
Kristniboðinn hélt áfram að lesa, bætti aðeins við skýr-
ingum hér og þar.
Basta! (Nóg) hrópaði annar maðurinn, er heil stund var
nærri liðin. Þetta er ekki djöfla bók. Þetta er Jesú bók. Við
höfum fengið rangar upplýsingar. Bara, að hann fyrirgefi
okkur.
Maðurinn lyfti upp hægri hendinni um leið og hann
mælti: Með þessari hendi hefi ég drepið ellefu menn, og þú
áttir að verða hinn tólfti. En aldrei framar. Þar tek ég Guð
sem vitni.
Mennirnir þrír krupu niður og báðust fyrir. Launmorð-