Norðurljósið - 01.01.1984, Side 75
NORÐURIJÖSIÐ
75
inginn annar frelsaðist og varð starfandi félagi í söínuðinum
litla.
Mér kemur í hug önnur saga, er sýnir kraft Orðsins. Með-
an ég starfaði í Rio Grande de Sul, nautgriparæktar-hérað-
inu fræga, komst ég eitt sinn ekki yfir á vegna vatnavaxta. Ég
fór því inn í veitingahús. Voru þar meðal annarra sex naut-
gripa eigendur. Spiluðu þeir á spil sér til dægrastyttingar.
Lagðar voru undir háar fjárhæðir. Héldu þeir áfram langt
fram á nótt. í öryggisskyni höfðu þeir afhent eiganda hússins
hnífana sína, sem voru í silfurskeiðum, og skammbyssur.
Eftir þetta stóðu bændurnir og íhuguðu hvíld. Kom þá
maður ríðandi á rauðbrúnum hesti. Hann teymdi múldýr. Á
hrygg þess voru sekkir tveir. Maðurinn var í víðum buxum
nautasmala og með barðastóran hatt, eins og nautasmalar
nota. En borin saman við búning bændanna, þá voru klæði
hans fátækleg. Gott kvöld, herrar, sagði hann fjörlega og
stökk af hestinum. Er pláss fyrir einn ferðamann í húsinu?
Ferðamann, spurði einn af bændunum, í hvaða erindum
ferðast þú?
Ég sel fjársjóði, svaraði ókunni maðurinn.
Fjársjóði? spurði annar, þú virðist ekki eiga mikið af því
tagi.
A-ha. Ég sel himneska fjársjóði. Samtímis því kom annar
af bændunum, tók hattinn af honum og kastaði honum upp í
loftið. Annar skaut á hann úr marghleyptri skammbyssu og
gjörði göt á hann á mörgum stöðum.
Þetta tókst vel, betur en ég hefði getað gert það sjálfur.
Ha, kannt þú að skjóta? Þú ert þó ekki með skammbyssu.
Lánaðu mér eina, þá skal ég sýna þér það. Þeir fengu
honum langa skammbyssu af bandarískri gerð. Hann miðaði
á hliðstólpa, skaut, og þar fóru kúlurnar í þéttan hnapp.
Þeir urðu að láta undrun sína í ljós. En hann kvaðst ekki
hafa áhuga fyrir svona smámunum lengur. Líkt og margir
aðrir, tryggir bóksalar Biblíu-félagsins, hefði hann getað sagt
þeim fjölbreytta sögu sína. En er þeir spurðu hann, fullir
lotningar og virðingar, um fjársjóðu hans, opnaði hann ekki
sekkina, sem Biblíurnar voru í, heldur tók hann upp úr vasa
sínum slitið Nýja testamenti. Fór hann að lesa úr því fyrir