Norðurljósið - 01.01.1984, Page 76
76
NORÐURIJÚSIÐ
undrandi bændunum. Las hann fyrstu fimmtán versin í
Fjallræðunni, síðan las hann dæmisöguna um týnda soninn.
Bar hann einnig fram athugasemdir og skýringar á því,sem
hann las.
Hann las á mjög venjulegan hátt og með framburði
sveitamanna. En hvert orð hljómaði ósvikið, því að það kom
beint frá hjartanu. Hjörtu þessara hrjúfu manna urðu snort-
in. Prédikun hefði aldrei snortið þau meira.
Áhrifin voru áþreifanleg. Með athygli hlýddu þeir á hvert
orð.
Tuttugu mínútum síðar höfðu þeir allir keypt sér testa-
menti. Lesið gátu þeir nú eigin orð Jesú Krists — í fyrsta
skipti á ævinni.
(Þýtt úr Livets Gang, en þar tekið upp úr:
The World Christian Digest).
(S.G.J.).
Rithöfundurinn Sven Stolpe
Einu sinni var ég sannfœrður guðleysingi. Nú hef ég séð, að
máttur Jesú á sér engin takmörk.
í raun og veru dreymir mig leynilegan draum: að ég fái að
standa á torginu og tala um Jesúm. Ég vil sem sé komast út
fyrir kirkjuna til að segja það, sem ég hefi að segja.
Þannig komst kunni, sænski rithöfundurinn Sven Stolpe
að orði í viðtali, sem blaðamaður átti við hann. Stolpe hefir
aldrei stungið því undir stól, hverju hann trúir og hver er
sannfæring hans.... Á síðari árum hefir hann stöðugt fengið
andlegri vangamynd.
Um andlega og siðferðislega ástandið, eins og það er ein-
mitt nú, hefir Stolpe mikið að segja. Hann byrjar á sænskum
kringumstæðum. En þær eru mjög svipaðar og hjá okkur (í
Noregi). Hann segir:
Svíþjóð er nú stödd í dýpstu andlegri og siðferðislegri og
vitsmunalegri neyð, álítur hann.