Norðurljósið - 01.01.1984, Qupperneq 83
NORÐURI.JÓSIÐ
83
erfðum frá Adam, með venjulegri fæðingu, og líka fram-
kvæmt endurlausnina. Kraftaverk meyjarfæðingar var því
nauðsynlegt.
Síðari ástæðan víkur að rétti hans til að ríkja á hásæti
Daviðs. Því hafði verið heitið. En Satan tókst að spilla svo
konungsættinni, að Guð, í réttlæti sínu, lýsti bölvun yfir
Konja (Jekonja) og svipti rétti til erfða afkomendur hans,
(Jeremía 22. 30.) Jósef, maður Maríu, var afkomandi hans,
(Matt. 1. 11. 16.) svo að bölvun Konja var á honum og hefði
orðið á Kristi, ef Jósef hefði verið raunverulegur faðir hans.
En María var komin af Natan, syni Davíðs. (Sjá Lúk. 3.31.
samkvæmt venju Gyðinga. Með meyjarfæðingunni var því
sneitt framhjá bölvuninni.) En ættarsambandið var alls ekki
rofið, en varðveitt. Með því að Jósef kvæntist Maríu, varð-
veittust löglegu réttindin.
Spurning.
Gefið mér rétta tímaröð á atburðunum frá fæðingu Krists
til heimkomunnar frá Egyptalandi og skýrið fyrir mér mis-
muninn á Matt. 2. og Lúk. 2.
Svar:
Hvorki Matteus né Lúkas segja frá öllum smáatriðum
atburðanna, þegar Frelsari vor fæddist. En þeir fylla hvor um
sig upp frásagnir hins. Tíminn er rofinn á milli Lúk 2. 38. og
59., meðan vitringarnir komu og flóttinn til Egyptalands átti
sér stað. Atburðaröðin var sem hér segir:
1. Koman til gistihússins og fæðing Krists. Lúk. 2. 4.-7.
2. Koma fjárhirðanna. Lúkas 2. 15. 16.
3. Umskurnin, er átta dagar voru liðnir, og hann færður
Drottni 32 dögum síðar. Lúk. 2. 21.-38.
4. Aftur farið til Betlehem, því að fjölskyldan er í húsinu,
er vitringarnir koma. Matt. 2. 1.-12.
5. Flóttinn til Egyptalands. Matt. 2. 13.-18.
6. Snúið aftur til Nasaret, þegar Heródes er dauður. Matt.
2. 19.-23. Lúkas 2. 39.
7. Tímabil bernskunnar tekur við. Lúk. 2. 40.
Spurningarnar báðar eru teknar úr: The Chosen People,
(Útvalda fólkið) Desember, 1983. S.G.J.