Norðurljósið - 01.01.1984, Side 84
84
NORÐURI.JÓSIÐ
r
Eg er dymar
Drottinn Jesús kynnti sjálfan sig sem dyrnar til sáluhjálpar.
Hann sagði: „Ég er dyrnar ef einhver gengur inn um mig,
sá mun hólpinn verða, og hann mun ganga inn og ganga út
og fá fóður.“ (Jóh. 10. 9.).
Við skulum athuga sérhvert orð þessarar fullyrðingar: „Ég
er dyrnar.“
Persónufornafnið „ég“ vísar til Drottins Jesú Krists, þegar
hann segir: „Ég er dyrnar,“ þá útilokar hann allt og alla aðra.
Af þessum orsökum er kirkjan — þótt hún sé guðleg
stofnun — ekki dyrnar. Prédikarinn er ekki dyrnar — þótt
hann sé fær um að benda áheyrendum sínum á dyrnar.
Boðorðin — þótt þau séu gefin af Drottni — eru ekki
dyrnar. Góð verk — þótt lagt sé ríkt á þau við trúaða — eru
ekki dyrnar.
Drottinn sjálfur er dyrnar. Hann sagði: „Enginn kemur til
föðurins nema í gegnum mig.“ (Jóh. 14. 6., ensk þýðing).
Ritað er: „Og ekki er hjálpræðið í neinum öðrum, því að eigi
er heldur annað nafn undir himninum, er menn kunna að
nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða.“ (Postulasagan
4. 12.). (Eldri þýðing frá 1957).
Orðið „er“ verðskuldar alvarlega íhugun. Hann sagði
ekki: „Ég var dyrnar" — eins og þetta hefði verið aðeins
fortíðar sannleikur.
Hann sagði ekki: „Ég mun verða dyrnar“ — eins og yrðu
einhver framtíðar sannindi varðandi hann.
Hann sagði: „Ég er dyrnar.“ Hann er dyrnar í nútíðinni —
einmitt núna. Þess vegna er það, sem okkur er boðið:
„Komdu nú“ og „gakktu inn nú.“ Við erum fullvissuð um, að
nú sé mjög hagkvæm tíð, „sjá, nú er hjálpræðisdagur." (2.
Korintubréf 6. 2.).
Ákveðna greininn „nar“ ber að athuga. Drottinn Jesús
sagði ekki: „Ég er dyr“ — eins og til væru margar dyr. Allar
leiðir kunna að liggja til London (eða Róm), en allar dyr
opnast ekki til himins.
Drottinn er ekki ein af mörgum dyrum, heldur dyrnar —