Norðurljósið - 01.01.1984, Side 86
86
NORÐURIJÓSIÐ
Hvað á ég að gjöra,
til þess að verða hólpinn?
Á liðnum öldum eru margir, sem komið hafa með þessa
spurningu. Vera má, að þú, sem lest þessar linur, sért að velta
henni fyrir þér? Þú hefir heyrt um nauðsyn þess að leita
Guðs. En þú veist ekki nákvæmlega, hvernig á að fara að því.
Oftsinnis hefir þú komist nærri því að fara á fund einhvers, er
þú veist, að á trú á Jesúm. En þú hefir ekki ennþá gert alvöru
úr því.
Áuðvelt er líka að hugga sig við þetta: Ég er ekki verri en
aðrir. Maður gerir rétt og stendur alls staðar í skilum. Hvað
er það meira, sem Guð krefst?
Þrátt fyrir allt gott siðferði: Ekkert er verra en eigið rétt-
læti, sem gerir að engu verk friðþægingar Krists. Afturhvarf
þitt er ekki háð því, hvaða afstöðu þú tekur til ills eða góðs,
heldur hinu, að Jesús tók alla synd og skömm á sig. Hann
hefir keypt oss handa Guði með dýrmætu blóði sínu. Frels-
unar verkið er fullkomnað. Þér ber aðeins að taka á móti því,
tileinka þér það.
Hver er Guðs barn?
Hver er Guðs barn? Mjög er það mikilvægt, að hér komi rétt
svar. Þú ert ekki Guðs barn vegna þess, að þú hefir áhuga á
trúmálum. Hann hefir allt fólk (Ekki samkvæmt minni
reynslu S.G.J.), hvort sem það kannast við það eða ekki. Þú
verður ekki Guðs barn vegna gjafa eða fórna, jafnvel þó að
þær séu allrar æru verðar. Enginn getur keypt sig inn í Guðs
ríki. Sérhver tilraun að komast til himins, en ganga framhjá
fullkomnuðu verki Krists, er dæmd til að misheppnast.
Biblían leggur það að jöfnu við þjófnað. Margir munu reyna
að þrengja sér inn í það með öðrum aðferðum, en geta það
ekki.
Hver er þá Guðs barn? Ritningin segir, að vér verðum að
fæðast á ný.
Allir sem leiðast af Anda Guðs, þeir eru Guðs börn. Og af