Norðurljósið - 01.01.1984, Page 89
NORÐU RI.JÓSIÐ
89
Hvor stóð sig betur?
Vísindamaður var á ferð um óbyggðir. Með honum var inn-
lendur maður. Vísindamaðurinn kom að honum, er hann var
á bæn og spurði: Hver er sá, guð, sem þú biður til? Hinn
svaraði: Guð. Vísindamaðurinn sagði þá: Hefur þú nokk-
umtíma séð Guð? — Nei. Hefir þú nokkurntíma heyrt til
Guðs? — Nei.
Hefir þú nokkurntíma rétt fram hendurnar og þreifað á
Guði? — Nei.
Þá ert þú mikill heimskingi, er þú trúir á Guð, sem þú hefir
aldrei séð, Guð, sem þú hefir aldrei heyrt til, Guð, sem þú
hefir aldrei þreifað á með því að rétta fram höndina.
Leiðsögumaðurinn sagði ekki neitt. Síðan fóru þeir að
sofa. Þeir fóru árla á fætur næsta morgun, rétt fyrir sólar-
upprás fóru þeir út úr tjaldinu: Vísindamaðurinn sagði þá
við leiðsögumanninn:
Það hefir verið úlfaldi hjá þessu tjaldi í nótt.
Augnaráð fylgdarmannsins var dálítið skrítið, er hann
sagði:
Sást þú úlfaldann? — Nei.
Heyrðir þú til úlfaldans? — Nei.
Réttir þú fram höndina, og snertir þú úlfaldann? — Nei.
Jæja, þú ert einkennilegur vísindamaður, er þú trúir, að til
sé úlfaldi, sem þú sást aldrei, úlfaldi, sem þú heyrðir aldrei
til, úlfaldi, sem þú þreifaðir aldrei á, með því að rétta fram
höndina og snerta hann.
Einmitt þá rann sólin upp í allri sinni Austurlandadýrð.
Með fagurri sveiflu handar sinnar, sagði leiðsögumaðurinn:
Sjáðu fótspor skaparans og vit, að Guð er til.
Var það ekki innlendi maðurinn, sem stóð sig betur í
þessum rökræðum? Ég held, að hann, þótt ólærður væri, hafi
haft betur.
I Alheimi öllum sjást fótspor skaparans.
(Þýtt úr Sverði Drottins)
S.G.J.