Norðurljósið - 01.01.1984, Qupperneq 98
98
NORÐURIJÓSIÐ
hann eins og Natanael, sem hann segir um: að svik eru ekki í
honum. Hvað óbreytanleik hans áhrærir, þá er hann ávallt
eins, engin umbreyting, ekki skuggi umhverfingar. Að eðlis-
fari — er hann alveg áreiðanlegur, fullkomlega.
Það er dásamlegt að sjá, að þessi, sem er óendanlega hár,
kallaður Máttugur Guð, hafði, er hann klæddist mannlegu
holdi, í sér fólgna alla eiginleika Guðdómsins siðferðislega
og náttúrlega. Hann gat sagt: „Ef þú trúir, munt þú sjá dýrð
Guðs.“ En mundi svo máttugur Guð birta sinn sköpunar-
kraft í smámunum daglega lífsins? Áreiðanlega. Engu máli
skiptir það hann, hvort þörfin er stór eða smá, því að hann
þráir, að vér fáum séð „dýrð Guðs“ sem svar við trú og
heiðrað hann á eftir.
Kristniboði, Indíáni og ég vorum á ferð í Bolivíu. Leiðin
var löng og lá eftir þurrum og grýttum árfarvegi. Leið okkar
lá til hálendis Bolivíu, til að sækja þar heim kristniboða og
Indíánasöfnuð þeirra. Ekkert samband höfðu þeir við um-
heiminn. Vegurinn sýndist vera endalaus. Sólskinið var svo
heitt, að nálega var það óþolandi. Jafnvel múldýrin okkar
létu eyrun lafa, og þau hægðu á sér, því að hitinn rændi þau
orkunni. Við, kristniboðinn og ég, námum staðar til þess að
biðja og beiðast þess að Drottinn skýldi okkur fyrir geislun-
um gegnum smjúgandi. Er við höfðum falið Drottni málið,
héldum við áfram og gleymdum því næstum, að við höfðum
beðið. Allt í einu fór okkur að líða vel. Er við litum upp, sáum
við, að ský eitt lítið var fyrir sólinni og ferðaðist með okkur.
Jaðarinn á því glitraði, og það var aðeins nógu stórt til að
hylja ásýnd sólar. Hvernig það kom þarna, gátum við ekki
sagt.
4. Eilífur faðir
Frá yfirgnæfandi hæðum flytur fjórða nafn frelsarans hann
niður á svið föður. „Sjá, ég og börnin, sem Guð hefir gefið
mér.“ Hann tekur sér hina réttu stöðu sem höfuð fjölskyldu
Guðs. Á herðar sér tekur hann ábyrgðina alla. „Sýn þú oss
Föðurinn," sagði Filippus einu sinni, „það nægir oss.“ Þá