Norðurljósið - 01.01.1984, Side 104
104
NORÐURIJÓSIÐ
þess vegna, sem refir eiga greni og fuglar himins hreiður
uxarnir ganga að jötu sinni og sauðkindin að garðanum.
„Þess vegna segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf
yðar, hverju þér eigið að klæðast? Er ekki lífið meira en
fæðan og líkaminn meira en klæðnaðurinn ? Lítið til fugla
himinsins, þeir sá ekki né uppskera, og þeir safna ekki heldur
í hlöður, og yðar himneski faðir fæðir þá; eruð þér ekki
miklu fremri en þeir? En hver af yður getur með áhyggjum
aukið einni alin við hæð sína? Og hví eruð þér áhyggjufullir
um klæðnað? Gefið gaum að liljum vallarins, hversu þær
vaxa; þær vinna ekki, og þær spinna ekki heldur, en ég segi
yður, að jafnvel Salómon í allri dýrð sinni var ekki svo búinn
sem ein þeirra. Fyrst nú Guð skrýðir svo gras vallarins, sem í
dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá
ekki miklu fremur klæða yður, þér lítiltrúaðir?“ Af þessari
ástæðu eiga fylgjendur Jesú Krists öruggan stjórnara, örugga
stjórn og öruggt fyrirheiti til að treysta.. .. Hefir þú ekki,
kæri lesari, gefið gaum að þeim sérréttindum að Kristur
stjórni ævi þinni? Eða hefir þú vanrækt að láta hann gera
það? Sé það svo, játaðu það þá auðmjúklega fyrir honum.
Leggðu á hann allar byrðar ævi þinnar og allt sem þér við-
víkur. Hann getur aldrei brugðist, „því að ekki getur hann
afneitað sjálfum sér.“
Stjórnarinn
„Barn er oss fætt“ — Mannsonurinn, fæddur með ættartölu,
fæddur til takmarkana lífsins. Heimili sitt í dýrðinni yfirgaf
hann til að vera innan takmarka takmarkaðs alheims, í tak-
mörkuðum heimi. og takmarka líkama. Þó að hann sé skap-
ari og beri uppi alla hluti þá varð „hann í öllum greinum að
verða líkur bræðrunum,“ svo að hann gæti í öllu orðið
miskunnsamur, trúfastur og samúðarfullur í skilningi sínum
á mannlegri reynslu. Og þegar Faðirinn sendi hinn frum-
getna í heiminn, þá tók María, móðir hans hann, vafði hann
reifum og lagði hann í jötu, hann, sem „öll fylling guð-
dómsins býr í líkamlega.“ Hvernig, sem hann sneri sér, þá