Norðurljósið - 01.01.1984, Qupperneq 106
106
NORÐURIJÓSIÐ
sagði og gerði, var hann að eðlisfari mannlegur og guðdóm-
lega náðugur. Hann elskaði hina ungu, og hann elskaði hina
öldruðu og annaðist blíðlega börnin. Hann kenndi á ein-
faldan hátt, er múgur manns kom saman, og með ástúð sinni
prýddi hann heimilin. Fátækir fengu hjálp og þjáðir lækn-
ingu, með orði máttar hans, með snertingu handar hans.
Hann skildi lífið, hann skildi fólkið. Dómur hans var því
aldrei án miskunnar, né sannleikur hans án kærleika.
Hjálpar hans leitaði enginn til ónýtis. Handa öllum hafði
hann tíma. Sálir, ekki hlutir, voru mestu efni umhyggju hans.
Samúð hans var guðleg jafnt og mannleg. „Hans var freistað
á allan hátt eins og vor, án syndar." Sorg hans var vegna
annarra, „því að í öllum nauðum þeirra kenndi hann
nauða.“ Þá, skulum vér ekki gleyma því, að Drottinn vor lifði
í annarra stað. Kom það honum í náin tengsl við daglega
lífið. Hann hugsaði, fann til og breytti í stað mannanna og
lagði í sjóð, ef svo má segja, náð við hvert skerf sitt handa
þeim, er fylgja fótsporum hans. Dauði hans sem staðgöngu-
manns friðþægði fyrir syndir, og hann innsiglaði með eigin
blóði endurlausn þar með, svo að syndarar geti vitað það
með fullri vissu, hvað það er að vera „hólpinn af náð hans, er
knýr trúað hjarta til að hrópa: „Þakkir séu Guði fyrir sína
óumræðilegu gjöf!“
Stjórn hans
Guð hefir sett lög. Alheiminum öllum er stjórnað af þeim.
Sérhver hlutur er háður honum, sem kallaði fram tilveru
hans. Það er ekkert á himni eða jörðu, sem ekki verður að
lúta vilja hans. Vér hættum að láta eigin vilja stjórna oss, en
lútum stjórn vilja hans. Hvað er þá hið innra, sem ónáðað
getur oss, þegar afstaða vor til Guðs er rétt? „Þú veitir ævar-
andi frið þeim, er treysta á þig.“ Þetta er ekki ábyrgðarleysi
gagnvart þeim, sem í erfiðleikum eiga umhverfis oss né
sjálfsverndandi afskiptaleysi gagnvart þeim, er þrengingum