Norðurljósið - 01.01.1984, Síða 110
110
NORÐURIJÓSIÐ
sem vér höfum öðlast af eigin reynslu. Þær hafa sannfært oss
þannig, að skugginn af efasemdum kemst ekki að. Hann
megnar að varðveita oss nú og um alla eilífð. Ef stjórnin á
sköpuninni hvílir á honum, stjórnin á endurlausn mannsins
og stjórnin á konungaríkjum í fortíð, nútíð og framtíð, þá er
hann alveg algjörlega fær um að stjórna þessum fáu, hrað-
fleygu andartökum ævi vorrar. Varpa pú upp á hann sérhverri
áhyggju, og þá munt þú fá að reyna, hve mikill er kraftur
almœttisins þeim til handa, sem treysta og bíða.
Martha L. Moenic.
Tímabilið þögla
Hvað gerðist þá?
Stuttort yfirlit þess, er gerðist frá Malakí
til Matteusar
Frá því andartaki, að spámaðurinn gráhærði, Malakí, lagði
frá sér pennann og Matteus tók upp sinn, liðu alls 400 ár. Á
þeim tíma gerðist margt í sögu mannkynsins. Ekki er létt að
gera sér grein fyrir því hvers vegna heilög ritning þegir um
það. En vér skulum gera rissmynd af því, sem gjörðist á
þessum þögulu öldum, tímabilinu þögla.
Er lýkur frásögn Gamla testamentisins, voru leifar Gyð-
inga, Júda ættkvísl aðallega, komnar, undir forustu Serúba-
bels, aftur til Israels lands. 80 árum seinna kom annar hópur.
Leiðtogi hans var Esra. Endurreist var musterið, og helgisiðir
teknir upp.
í síðustu þremur sögulegu bókum Gamla testamentisins —
Esra, Ester og Nehemía — sem spanna 100 ár, er oss sagt frá
því sem gerðist á þeim tíma. Síðan kom enginn innblásinn
höfundur, sagnfræðingur eða spámaður fram. Tímabilið nær
yfir 400 ár, eins og áður segir, og er kallað Tímabilið þögla.
Til þess að skilja Nýja testamentið rétt, þá er mikilvægt, að
vér þekkjum þau atriði, sem tengd eru útvalda fólkinu, allt