Norðurljósið - 01.01.1984, Page 113
NORÐURI.JÓSIÐ
113
Egyptaland og Palestína (Gyðingaland) fékk Ptolomeus
Lagis. Gyðingar áttu þar heima í stórum hópum. Vingjarn-
legur var Ptolomeus þeim. Á stjórnarárum hans var heilög-
um ritningum snúið á grísku. Þýðing þessi, af Gamla testa-
mentinu, er kölluð Septuaginta — Sjötiumanna-þýðingin.
Þetta gerðist um 285 f. Kr. Var það ein afleiðing menning-
arstarfs Alexanders. Hve mikilvæg þessi þýðing var, verður
aldrei metið um of. Komnar voru nú ritningarnar á mál, sem
allar þjóðir gátu lesið, sem mæla kunnu á gríska tungu.
Spádómar, margir og mikilvægir, kveiktu þá trú, að aðrir
mundu einnig rætast, framtíðar spádómar um Messías, sem
áttu að leiða til þess, að Gyðingar væntu hans.
Sýrlenska ríkið kom nú fram á sjónarsviðið. Selexukus
Nikator, annar af hershöfðingjum Alexanders, reisti Anti-
okkíu. Hún varð höfuðborg ríkis hans, er vestlægt var. Ná-
lega öll Litla-Asía komst undir vald hans. (Sú borg varð hin
mikla miðstöð kristindómsins).
í stríðinu á milli Sýrlands og Egyptalands beið Sýrlands-
konungur ósigur fyrir Ptolomeusi Fíladelfíus, sem hertók
meðal annars Gyðingaland.
Á ríkisárum hans voru Gyðingar ofsóttir. „Og konungur-
inn suður frá mun öflugur verða, enginn af höfðingjum hans
mun verða öflugri en hann, og hann mun ríki ráða. Ríki hans
mun verða stórveldi.“ (Dan. 11. 5.).
Gyðingar undir valdi sýrlenskra konunga
Þetta tímabil stóð aðeins í 39 ár, sem betur fór, getum við
sagt. Ptolomeus Fíladelfíus dó, og Antiokus tók Palestínu og
Koel Sýrland.
Er Antiokus settist í hásætið, hófst hörmungatíð hjá Gyð-
ingum. Hann svipti æðstaprestinn embætti og setti Jason í
það. Er sú fregn barst, að Antiokus væri dauður, vakti það
mikla gleði meðal Gyðinga. Fregnin var ósönn. Þegar hann
kom aftur frá Egyptalandi, árið 168 f. Kr„ drap hann 40.000
Gyðinga og vanhelgaði musterið með því að fórna grísi og að