Norðurljósið - 01.01.1984, Qupperneq 119
NORÐURIJÓSIÐ
119
Endurreisn Gyðinga
Eftir síra Charles Simeon, sem uppi var á 18. öld
Aftur til fyrirheitna landsins
Svo segir Drottinn: „Fagnið yfir Jakob með gleði og kætist
yfir öndvegis þjóð þjóðanna. Kunngjörið, vegsamið og segið:
Frelsa, Drottinn, þjóð þína, leifarnar af ísrael.
Sjá, ég flyt þá úr landinu norðurfrá og safna þeim saman
frá útkjálkum jarðar. Á meðal þeirra eru bæði blindir og
lamaðir, bæði þungaðar og jóðsjúkar konur; í stórum hópi
koma þeir hingað aftur.
Þeir munu koma grátandi, og ég vil fylgja þeim huggandi,
leiða þá að vatnslækjum, um sléttan veg, þar sem þeir geta
eigi hrasað, því að ég er orðinn Israel faðir, og Efraím er
frumgetinn sonur minn.“
Það var skýr skipun Guðs að allir karlmenn, er tilheyrðu
ættkvíslunum 12, skyldu fara þrisvar á ári upp til Jerúsalem.
Ef við gjörum okkur í huganum mynd af því, hve mikill
múgur þetta var, er safnaðist saman á vissum tímum, þá
getur verið, að við öðlumst örlítinn skilning á því, hvað muni
verða síðar á sínum tíma, þegar þeir safnast þarna saman úr
öllum áttum undir himninum, Sé sagt: Israelsland er of lítið
til að rúma allan þann fjölda, sem þá yrði kominn saman þar,
þá svara ég: Þetta er einmitt það, sem í spádóminum stendur:
„Landið mun verða of lítið handa íbúum þess,“ svo að þeir
munu segja: „Hér er of þröngt um mig. Gefðu mér pláss, svo
að ég geti búið hér.“ (Jesaja 49. 19. 20. Ensk þýð.).
Að Gyðingar komi aftur heim í land sitt, það er eins
yfirlýstur sannleikur og nokkur annar, sem ritningin geymir,
þó að mér sé ekki kappsmál að fara í þrætur út af því.
Þó að Gyðingum sé þetta mikilvægt, kemur það okkur lítið
við. En afturhvarf þeirra er öruggt. Yfirleitt er almennt
kannast við það. Hinn geysilegi fjöldi afturhorfins fólks,
hann mun verða sýnileg uppfylling orðanna, sem voru á
undan texta mínum, er varðmenn munu kalla á Efraím-