Norðurljósið - 01.01.1984, Síða 127
NORÐURIJÓSIÐ
127
á jörðu, haldi áfram í öðrum heimi, er öldurnar hafa lukst
yfir höfði mér?
Hugsanlegt er það. Það getur átt sér stað, að móðir mín og
Biblían hafi rétt fyrir sér. Og í því helvíti eru engar öldur, er
lokka mig í sofandi faðmlag við sig, er stormur geisar á
haustnóttum. Þar verð ég að vera um eilífð alla, án björgunar
og án vonar. Og það helvíti er áreiðanlega verra en það, sem
ég lifi í nú.
Það var kannski Guð, er sendi manninn til mín fyrir svo
stuttri stundu. Og það var kannski mamma, sem stóð hér úti
fyrir stuttri stundu og bað mig með augnaráði sínu að stansa.
Ef til vill er æðri heimur til, og kannski Guð kæri sig um mig
líka?
Viku síðar sat maðurinn ungi, ásamt þúsund öðrum í sam-
komusalnum. Enn var hann frakkalaus. Andlit hans bar
greinileg merki um næturvökur, þjáningar og lesti. En Guð
spyr ekki um atvinnu mannsins, klæðnað eða fortíð. En með
óendanlegum kærleika sínum nær hann til sérhvers manns.
Unga manninn snart hann þetta kvöld. Sem iðrandi syndari
kom hann að krossi Jesú Krists og gaf Guði ævi sína.
Ég heyrði hann síðar öðru hvoru segja frá því, hvaða gildi
frelsið í Kristi hafði fyrir hann: Algerlega nýtt líf fyrir líkama
og sál, um tíma og eilífð. í hvert skipti, sem hann vitnaði, var
hann alltaf vanur að segja frá reynslu sinni niður við höfnina.
Það var Guð, sem greip þá fram í ævi mína, og það var
hann, sem þvingaði mig til að hugsa. Og ég veit, að það var
hann, sem leiddi manninn á veg minn. Og það var Drottinn,
sem lét mynd móður minnar bera mér, einmitt þá fyrir augu.
(Þýtt úr Livets Gang.)
S.G.J.
i