Norðurljósið - 01.01.1984, Side 134
134
NORÐURIJÓSIÐ
Ég var aðeins unglingsstúlka og gat ekki gert mér ljósa
grein fyrir þessu. En ég faðmaði móður mína innilega að mér
og þrýsti þegjandi heitum kossi á varir hennar.
Þá mælti hún: „Villiblóm! Það er seytjándi afmælisdagur
þinn í dag, og það er margt, sem þú þarft að vita. Ó, María,
litla, hvíta, óviðjafnanlega villiblómið mitt, saklaus og hrein
eins og blómin, sem þú elskar svo mjög, — Guð varðveiti þig
frá því, að verða fyrir jafn hörmulegum örlögum og ég.“
Að svo mæltu reis hún upp af legubekknum, tók í hönd
mína og leiddi mig út í garðinn og svo gegnum lítið hlið langt
út í skóginn.
Hún valdi sér sæti undir einu risavaxna trénu, en ég settist
við hlið hennar meðal lágu burknanna, skjálfandi og undr-
andi. Ég kveið næstum fyrir að hlusta á þá sögu, sem hún
hafði að segja.
II.
Saga móður minnar
Allra snöggvast huldi móðir mín andlitið í höndum sér.
Síðan reyndi hún af öllum mætti að herða upp hugann, tók í
hönd mína og hélt henni fast milli handa sér og mælti:
„Ég var lítið eldri en þú, litla Villiblómið mitt, þegar hin
mikla úrslitastund lífs míns kom yfir mig; ég átti um tvennt að
velja og — ó, mig auma! — ég gerði tvöfalt glappaskot! Ég
hafnaði hinni æðstu farsæld vegna þess, að ég sóttist eftir
jarðneskri gleði, og fór svo á mis við hvorttveggja. — Ég
missti allt.“
Eitthvað, sem líktist stunu, leið frá brjósti móður minnar.
Síðan reyndi hún aftur að hressa sig upp og hélt áfram í
undarlegum, nærri hörkulegum rómi, eins og hún væri að
reyna að láta sér standa á sama um umtalsefnið, eða hún væri
að tala um einhvern annan en sjálfa sig.
„Stundum held ég, að hjarta mitt sé dautt María, nema
þegar þú ert hjá mér. Væri því ekki þannig varið, held ég að ég
hefði ekki getað lifað öll þessi löngu ár. En ég er orðin þessu
svo vön, að ég er hætt að finna til þess. Það er best að svo sé,