Norðurljósið - 01.01.1984, Síða 140
140
NORÐURI.JÓSI Ð
varð ég þess líka vör, að hann var eigi aðeins efasemdamaður
í trúarefnum, heldur blátt áfram vantrúarmaður, og mér til
skelfingar komst ég líka að því, að hann var að ávinna sér
frægð með ritstörfum og fyrirlestrum, sem ekki lutu að
skólamálum eða vísindum, heldur að því, að eyðileggja allan
kristindóm.
Þá vissi ég til fulls, hversu hræðilega illa ég hafði valið, og
hvílík örlög ég hafði búið mér. En ég varð að þegja. Hann
fyrirbauð mér að tala um andleg efni, og ef hann hefði getað,
hefði hann líka fyrirboðið mér að vera við nokkra guðs-
þjónustu, en í því atriði áskildi ég mér rétt til að hugsa og
breyta eins og mér sýndist.
En þegar þú fæddist, María, fékk ég aftur nokkuð að lifa
fyrir, og alla þá ást, sem vesalings þjáða hjarta mitt átti til,
lagði ég á þig. En öll þessi ár hefi ég lifað einmana; þú veist
hversu faðir þinn er óþýður í viðmóti. Stundum hefi ég grun
um, að hann finni eins sárt til þess og ég, hve aumlegt
glappaskot hið ástlausa hjónaband okkar hefir verið. Og ég
— María! Sárasti broddurinn í öllu þessu er það, að ég hefi
aldrei fundið hvatningu Heilags Anda til að koma til Krists,
eftir þennan óheillamorgun, þegar ég með vali mínu eyði-
lagði líf mitt. Öll löngun til þess virðist horfin; ég get aðeins
séð, hvílíkur heimskingi ég var, að gera þvílíkt glappaskot, og
grátið í kyrrþey yfir glötuðu lífi.
Ég valdi það, sem var mér allt í heiminum: hina óviðjafn-
anlega miklu gleði mannlegrar ástar, sem ég hugði sanna —
og ég fann aðeins Dauðahafs-epli; fagurt á að líta en að
innan tómt og einkisvert. Og mér finnst, að ég hafi glatað
sálu minni.
Ó, María, litla Villiblómið mitt, varastu víti móður þinnar,
svo þú aldrei lifir sama hörmungalífinu og hún! Ég vildi
þúsund sinnum heldur vita þig hvíla í gröf þinni, en að þú
yrðir að lifa þennan lifandi dauða, sem ég líð. Ég get ekki
leiðbeint þér til Jesú, því ég þekki hann ekki sjálf. í mínum
augum er hann einungis dómari, sem mun fyrirdæma mig
fyrir það, hve hörmulega ég misbrúkaði frjálsræði mitt. En,
María, leita þú hans; finn þú hann; lif þú fyrir hann, þótt það