Vísir - 14.12.1960, Page 13

Vísir - 14.12.1960, Page 13
fram á næsta ár, en hins vegar varð fullkomn- aður skömmu síðar sá klofningur, sem upp var kominn í flokknum. Málamiðlun í Kjördæmamálinu. Árið 1932 var mynduð stjórn, studd af Fram- sóknprflokknum og Sjálfstæðisflokknum undir forsæti Ásgeirs Ásgeirssonar. Hafði nú ýmsum Framsóknarmönnum orðið ljóst, að kjördæma- málið varð að leysa. Varð þá ofan á málamiðl- un, er lagfærði verstu agnúana, en reyndist þó ganga of skammt. Það varð fyrst á síðastliðnu ári, að það mál kæmist í sæmilegt horf og er þó hlutur þéttbýlisins enn fyrir borð borinn. Vegna kjördæmabreytingarinnar fóru fram kosningar bæði 1933 og 1934, en þá var kosið eftir hinni nýju stjórnarskrá. Klofningurinn í Framsóknarflokknum varð alger 1933. Yfirgáfu þá flokkinn ýmsir mikil- vægustu leiðtogar hans, sem ekki gátu sætt sig við yfirgang Jónasar. Tryggvi Þórhallsson átti frumkvæðið að stofnun Bændaflokksins, sem varð þó eklci langlífur, en átti þó fulltrúa á þingi fram til 1942. Á þeim árum, sem kjör.dæmabreytingin var á döfinni, steðjaði heimskreppan mjög að. Út- flutningsframleiðslan lenti i miklum erfiðleik- um og hag bænda fór mjög hnignandi. Árið 1934 var mynduð samstjórn Alþýðu- flokksins og Framsóknar undir forsæti Her- manns Jónassonar. Eftir kos'ningarnar 1934 stóð hagur Alþýðu- Jlokksins með allmiklum blóma. Flokkurinn virtist búinn að ná sér eftir klofninginn 1930, og kjördæmabreytingin hafði fært honum 10 þingmenn. Hefur flokkurinn ekki í annan tíma verið öflugri á þingi. í kosningunum 1937 beið Alþýðuflokkurinn mikinn ósigur. Upp úr stjórnarsamstarfinu slitnaði og allt rak á reiðanum um nokkurn tíma, unz Framsóknarmenn sáu, að ekki yrði svo fram haldið og leituðu 1939 samstarfs við ■Sjálfstæðisflokkinn. Sú samvinna tókst og varð Alþýðuflokkurinn einnig þátttakandi í þeirri stjórn. Innan Sjálfstæðisflokksins var töluverð andstaða gegn því að ganga til samstarfs við Framsókn eftir þau viðskipti, sem flokkarnir höfðu þá átt um langt skeið. Ttlofning Alþýðuflokksins. í kosningunum 1937 fengu kommúnistar i fyrsta skipti fulltrúa á Alþingi. Utan úr heimi bárust um þessar mundir váleg tíðindi um yfir- gang nazista og fasista, og urðu víða til að þjappa saman sósíaldemókrötum og kommún- istum. Þessi samfylkingarhugsjón náði brátt töluverðum tökum hér á fslandi, bæði meðal Alþýðuflokksmanna og kommúnista. Viðræðurn- ar, sem fram fóru milli þeirra um sameiningu, urðu til þess að Alþýðuflokkurinn klofnaði 1938, ■en myndaður var sérstakur flokkur, sem kallaði sig Sameiningarflokk Alþýðu — Sósíalistaflokk- inn. Var þar uppistaðan sá hluti Alþýðuflokks- ins, sem fylgdi Héðni Valdimarssyni að málum, og kommúnistaflokkurinn. Héðinn hafði lengi verið einn harðvítugasti bardagamaður flokks- ins og var hann kjörinn formaður hins nýja flokks. Brátt lét hann af þvi starfi í mótmæla- skyni við árás Rússa á Finnland, og urðu þá kommúnistar allsráðandi i flokknum og hafa verið siðan. Sú stjórn, sem Hermann Jónasson myndaði 1939 með aðild Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins, var í daglegu tali nefnd „þjóðstjórnin“. Hið fyrsta verk þjóðstjórnar- flokkanna var að lækka gengi krónunnar, út- flutningsframleiðslunni til stuðnings, en siðar fékk hún að glíma við hin nýju viðfangsefni, sem heims$tyrjöldin síðari og hernám landsins sköpuðu. Upphaf verðbólgunnar. í kjölfar styrjaldarinnar fylgdu gerbreytt viðhorf í efnahagsmálum. Útflutningsfram- leiðslan efldist mjög vegna stórhækkaðs verðs, og af hernáminu leiddi áður óþekkt peninga- flóð. Verðlag allt fór mjög úr skorðum og þótt þjóðstjórnin ætti að baki sér nær allan þingheim, reyndust ráðstafanír hennar til að hamla gegn verðbólgu áhrifalitlar. Vegna hernámsins og liins mikla háska- ástands i alþjóðamálum árið 1941, var ákveðið að fresta reglulegum alþingiskosningum, er þá skyldu fram fara. Um næstu áramót var verð- bólgan í algleymingi, og var þá gerð úrslita- tilraun til að stöðva hana með því að banna kauphækkanir með lögum og verðhækkanir. Varð þetta til að Alþýðuflokkurinn liætti stjórnarsamstarfinu. Ekki reyndist auðið að framfylgja lögunum, og fór svo að stjórnar- samstarfið rofnaði alveg. Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hófu urn þessar mund- ir samvinnu til að koma kjördæmaskipuninni i viðunandi horf, því að fljótlega hafði það sýnt sig, að kjördæmabreytingin 1934 var eng- an veginn fullnægjandi til að tryggja sæinilega mynd þjóðarviljans á Alþingi. Hermann Jónasson lét af völdum fyrrihluta árs 1942 og við tók minnihlutastjórn Sjálf- stæðisflokksins undir forsæti Ólafs Thors, sem hafði það höfuðverkefni að tryggja kjör- dæmabreytinguna og jafnframt undirbúa ráð- stafanir til skilnaðar við Dani, en þau mál voru þá komin mjög á dagskrá eins og síðar verður vikið að. Kjördæmabreytingin komst i kring á árinu 1942, og fóru þá fram tvennar kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn jók nokkuð þingmanna- tölu sína, en Framsókn tapaði nokkrum þing- sætum, en aðaleinkenni kosninganna var þó hinn mikli kosningasigur Sósíalistaflokksins á kostnað Alþýðuflokksins. Varð margt til að valda þvi. Fyrst að sjálfsögðu klofningur Al- þýðuflokksins 1938 og sá liðsauki, er þaðan barst þá, í öðru lagi samúð með baráttu Sovétríkjanna gegn nazistum, og svo i þriðja lagi barátta flokksins gegn þeirri kaupbind- ingu, sem lögboðin var. Eftir þessar kosningar fór svo, að ekki tókst að mynda þingræðisstjórn, svo að í árslok skipaði ríkisstjóri utanþingsstjórn undir for- sæti dr. Björns Þórðarsonar. Stofnað lýðveldi á íslandi 17. júní 1944. Við það að Þjóðverjar hernámu Danmörku i apríl 1940 skapaðist algerlega nýtt viðhorf, hvað snerti æðstu stjórn íslands og utanríkis- mál. Það varð ljóst, að konungi var ekki kleift að gegna störfum sínum sem konungur íslands, og Danir gátu ekki lengur annast utanríkismálin. Þegar þessi tíðindi bárust, var þegar ákveðið af Alþingi að ríkisstjórninni skyldi fyrst um sinn falið að fara með konungsvaldið og ís- lendingar skyldu þegar taka utanríkismálin í sínar hendur. Sættu þessar ráðstafanir engum athugasemdum frá konungi eða dönsku stjórn- inni. Árið eftir var talið nauðsynlegt að breyta skipan mála að því leyti, að kosinn skyldi sérstakur ríkisstjóri til að fara með konungs- valdið, en jafnframt lýsti Alþingi yfir að sam- bandslögin yrðu ekki framlengd og að stofnað yrði lýðveldi á íslandi jafnskjótt og sambarid- inu við Danmörku yrði formlega sjitið. Um lýðveldisstofnunina urðu nokkrar deilur, þ. e. hvenær hún skyldi fram fara. Verður ekki orðlengt um þær hér, en að lokinni þjóðar- atkvæðagreiðslu, er fram fór í maí 1944 og sýndi svo að segja algera samstöðu kjósenda um sambandsslit og lýðveldisstofnun, var lýð- veldið stofnað hinn 17. júní 1944 og var Sveinn Björnsson, er gegnt hafði starfi ríkisstjóra frá 1941, kjörinn fyrsti forseti lýðveldisins. Eftir að íslendingar höfðu tekið utanríkis- málin i sínar hendur, tóku önnur ríki smátt og smátt að senda hingað sérstaka sendiherra og sömuleiðis var farið að skipa íslenzka sendiherra erlendis. Þótt hernámi Breta 10. maí 1940 væri mót- mælt af ríkisstjórninni, mun óliætt að segja, að flestir íslendingar hafi talið það gæfu, að Bretar skyldu verða fyrri til að hernema ísland en nazistar. Það varð og raunin, að íslendingar tóku fullkomið tillit til Banda- manna, er þeir óskuðu herverndar Bandaríkja- manna sumarið 1941. Heriiám og síðar hei’- vernd erlendra manna hér sköpuðu að.sjálf- sögðu ýmis yandamál, en segja má, að úr þeim málum hafi greiðzt furðanlega, þegar tillit er tekið til þess, liversu fjölinennir herirnir voru, miðað við íbúafjölda landsins. Hlutleysið úr sögunni. Með hervernd Bandarikjamanna eftir að þeir voru orðnir styrjaldaraðilar, var hlutleysis- yfirlýsing sú, sem íslendingar gáfu út 1918, raunverulega úr sögunni, og hefur síðan ekki verið endurnýjuð. Utanþingsstjórninni, sem skipuð var i árs- lok 1942 reyndist ekki kleift að stöðva verð- bólguþróunina. Vöruverð og kaupgjald hélt ófram að liækka. Sumarið 1944 liöfðu hafizt viðræður milli Sjálfstæðisflokksins, Alþýðúflokksins og' Sósíal- istaflokksins um stjórnarsamvinnu. Sú sam- staða, sem skapazt hafði milli Sovétríkjanna og Vesturveldanna í heimsstyrjöldinni, varð mjög viða til þess að lýðræðissinnaðir menn fengu trú á því, að unnt myndi að semja við kommúnista og jafnvel hafa við þá stjórnar- samvinnu, enda tókst um þessar mundir slík samvinna í mörgum löndum Evrópu. Þessar viðræður leiddu til þess að stjórnarsamvinna tókst milli þessara þriggja flokka undir forsæti Ólafs Thors. Þessi stjórn hafði það liöfuð- markmið að sjá um nýsköpun atvinnulifsins, að þær miklu innstæður, sem íslendingar höfðu safnað erlendis, yrðu notaðar til þess að skapa hér þróttmikið atvinnulíf, efla framleiðsluna og tryggja örugga afkomu almennings. Stjórnin vann að þessum málum með miklum þrótti fyrst i stað. Árið 1945 höfðu Bandarikjamenn farið fram á varanlegar herstöðvar hér ó landi, og var því hafnað af íslendingum, enda friðarhorfur þá taldar góðar, kalda striðið ekki skollið á, og almenn trú á það, að sú sameiginlega barátta, sem sigurvegararnir höfðu liáð gegn nazistum, mundi tryggja varanlegan frið þeirra á milli. Haustið 1940 fóru Bandaríkjamenn fram á takmörkuð og tímabundin afnot af flugvellin- um í Keflavík, og risu úr því miklir úfar með mönnum. Svo fór að samningur um slik afnot var samþykktur, en kommúnistar fóru úr rikisstjórninni, og sagði hún af sér. Niðurgreiðslur og uppbætur. Um þessar mundir tóku að skapast ýmsir erfiðleikar fyrir sjávarútveginn, þar sem fram- leiðsla lians reyndist ekki seljanleg þvi verði, sem útveginum var talið nauðsynlegt. Var þá gripið til þess ráðs að greiða uppbætur á sjávarafla eftir vissum reglum. Þótt hér liafi verið farið inn á vafasama braut og ýmsir hafi lýst andstöðu við slíkt fyrirkomulag, reyndist það svo lífseigt, að það er fyrst á þessu ári, sem auðið reyndist að afnema það. Lengi hafði hins vegar tíðkast að greiða niður úr rikissjóði verð á ýmsum nauðsynjum, er áhrif höfðu á kauplagsvísitölu og það að sjálfsögðu gert til að hindra óhóflega hækkun vísitöl- unnar. Þegar sýnt var 1946, að kommúnistar reynd- ust ekki liæfir til samstarfs, var farið að leita samstarfs lýðræðisflokkanna þriggja. Fram- sóknarflokkurinn hafði nú verið utan ríkis- stjórnar um nokkurra ára skeið og reynzt litt bærilegt. Hafði hann goldið afhroð í kosnirig- um 1946. Niðurstaðan varð sú, að mynduð var þriggja flokka stjórn undir forsæti formanns Alþýðuflokksins, Stefáns Jóh. Stefánssonar, Þessi ríkisstjórn hóf enn atlögu gegn verð- bólgunni og tókst um skeið að stöðva aukningu hennar. Vegna gjaldeyrisörðugleika varð að takmarka innflutning verulega, taka upp um- fangsmikla skömmtun á ýmsum vörum og setja hömlur á fjárfestingu. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir jókst verðbólgan vegna almennra kauphækkana og við það varð enn að auka stuðning við útveginn. Eftirspurn eftir erlend- um gjaldeyri sýndi greinilega, að gengi krón- unnar var í engu samræmi við raunverulegt gildi hennar. Afmælisblað VÍSIS VÍSIR 50 ÁRA 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.