Vísir - 14.12.1960, Page 49

Vísir - 14.12.1960, Page 49
Nokkur atriði úr þróun íslenzkrar í hálfa öld Hér vcrður ekki rituð saga íslenzkrar verzl- unar um hálfrar aldar skeið. Svo stórstígar framfarir og miklar breytingar hafa orðið á verzlun landsmanna á þessu tímabili, að ekki er hægt að gera því skil í stuttu máli. Hér verður því aðeins reynt í aðaldráttum að lýsa þeirri þróun, sem fram hefur farið, eins og hún kemur þeim fyrir sjónir, sem fylgst hefur með málum þetta tímabil og að ýmsu leyti tekið virkan þátt í því sem gerst hefur í verzlunarmálunum. Á vegamótum. Ég hygg að ekki sé það fjarri sanni, að í lok fyrsta hluta aldarinnar, hafi íslenzk verzlun staðið á vegamótum. Undanfarna áratugi höfðu innlendir kaupmenn og kaupfélög smám saman lieimt verzlunina úr höndum danskra kaup- manna, sem Jengi höfðu verið mestu ráðandi um aðflutninga til landsins. Allstaðar var við ramman reip að draga, þvi að hin dönsku verzlunarfyrirtæki, sem höfðu svo gróna að- stöðu og mikið fé, reyndu að lialda aðstöðu sinni sem lengst. íslendingar áttu því jafnan undir högg að sækja og aðstaða þeirra var erfið, ekki sízt vegna féleysis. Leituðu þvi marg- ar verzlanir í öndverðu aðstoðar hjá dönskum útflutningsfyrirtækjum um vörulán til verzl- unarrekstursins. Menn fengu erlendu vörurnar á vorin og greiddu þær svo með afurðum siðari hluta ársins. Margar myndarlegar verzlanir höfðu risið á fót, sem voru eign íslenzkra manna. Kaup- félög voru í öflugum uppgangi og voru starf- andi á tuttugu stöðum kringum land. Sjálf- stæðar islenzkar kaupmannaverzlanir voru í flestum kauptúnum. Sumar af þessum verzl- unum voru með svo miklum myndarbrag, að hinar erlendu kaupmannaverzlanir voru óðum að draga sig í hlé. Talið er að kringum 1910 hafi sjöunda hver verzlun í landinu verið í höndum útlendinga. Nokkrar íslerizkar heildsöluverzlanir höfðu þá verið stofnaðar. Seldu þær kaupmönnum og kaupfélögum vörur beint frá framleiðendum og var það nýr þáttur í verzluninni, sem síðar átti eftir að gerbreyta innflutningsverzluninni. Fimm viðskiptalönd. Árið 1910 voru viðskiptalönd íslendinga aðeins fimm að tölu. Þau voru þessi: Noregur, Bretland, Danmörk, Svíþjóð og Þýzkaland. Aðallega voru viðskiptin við Danmörku og Bretland, því að þar var auðveldast að fá vörulán, og einnig auðveldast að koma þar afurðum landsmanna í verð. Um það þarf varla að efast, að þessi fábréyttu verzlunar- sambönd, sem landsmenn höfðu í byrjun ald- arinnar og þeir verzlunarhættir, sem þá ríktu, bafa ekki getað tryggt landsmönnum hagkvæma verzlun, enda er ástandið yfirleitt óburðugt hjá almenningi og fátækt mikil. Þegar litið er til baka og borin saman afkoma rnanna bá og nú, getur enginn gert sér hugmynd um þann gífurlega mun, sem þar er á, nema þeir er lifað hafa þetta tímabil frá fátækt til al- mennrar velmegunar. Lagt í rúst og bgggt á ný. Þó liæg þróun sé oft farsælust, bæði í verzl- un sem öðru, þá er stundum nauðsynlegt að bylta um jarðveginum, til þess að nýr gróður geti komið fram og uppskeran margfaldast. Slík bylting gerðist í verzlun landsmanna vegna áhrifa fyrri heimsstyrjaldarinnar. Land- ið var þá einangrað að mestu frá viðskipta- löndum sínum, og varð að leita til nýrra markaða til þess að afla landinu nauðsynja. En þá skildu hinir islenzku kaupsýslurrienn, að ]>eirra vitjunartími var kominn. Hin gömlu verzlunarfyrirtæki, sem voru þvi vön að fá allar vörur sínar frá einum stað, og þurftu ekki að hafa áhyggjur af því að leita fyrir sér víða um lönd, lil þess að kaupa inn nauð- synjar, lögðu nú hendur í skaut og hefði lítt verið séð fyrir þörfum landsmanna í ó- friðnum, ef þeirra forsjá hefði eingöngu átt að sjá verzluninni borgið. Heimstyrjöldin var sú bylting sem þurfti, til þess að fella hið gamla verzlunarskipulag í rúst og neyða þjóð- ina til þess að byggja upp verzlun sína á eigin spítur. Var þá tekið upp beint verzlrinar- samband við Norður-Ameriku, sem varð í rauninni uppliaf þess að íslendingar hristu af sér hina gömlu verzlunarfjötra og leituðu að nýjum mörkuðum, þar sem liægt var að kaupa vörurnar beint frá framleiðendum, með miklu liagstæðara verði en áður hafði verið. Erfiðleikar nýrrar kynslóðar. Ekki var við öðru að húast, en að hin unga verzlunarstétt, sem lenti í deiglu heimsstyrj- aldarinnar, liefði við ýmsa erfiðleika að striða, meðan á istyrjöldinni stóð og síðar. Ný kyn- slóð var nú tekin við, ung og bjartsýn, dugleg og framgjörn. Verðfall og aðdragandi krepp- unnar, sem fylgdi í kjölfar styrjaldarinnar, reyndist að ýmsu leyti erfiður skóli, en á þeim árum sýndi verzlunarstéttin islenzka, hvað i hana var spunnið og út úr þeirri raun kom hún sterkari en áður og jafnframt var þvínær öll verzlun landsmanna koinin í is- lenzkar hendur. Á árunum milli 1920 og 1930 má segja, að hinar erlendu verzlanir, sem hér tórðu i ófriðarlok, féllu smám saman i valinn. Þeirra verzlunarhættir hentuðu ekki lengur hinum nýja tíma. Þegar svo lieims- kreppan skall yfir í kringum 1930 mátti segja, að íslendingar sjálfir væru með öllu einráðir í verzluninni um allt land. Þó að enn væru starfandi úti um land nokkrar verzlanir hins gamla tíma, höfðu kaupfélögin og íslenzkir kaupmenn að öllu leyti náð yfirhendinni í verzluninni. Kreppa og höft. Með heimskreppunni byrjar nýtt tímabil í íslenzkri verzlun. Stöðnun og erfiðleikar í öllum viðskiptum, sem heimskreppan leiddi af sér, urðu til þess, að flest lönd urðu að taka upp nýja verzlunarhætti til þess að vernda gjaldeyri sinn. í fyrsta skipti kom nú það fyrirbæri fram í heimsverzluninni, að jafnvel hin stóru iðnaðarlönd höfðu ekki gjaldeyri til að borga fyrir allan innflutning sinn og verzlunar Björn Ólafsson. urðu því að taka ripp þá aðferð að setja höft á alla innflutningsverzlun. Varð það til þess, að víðtækir samningar voru teknir upp milli flestra ríkja um gagnkvæm vöruskipti að meira eða minna leyti, og öll verzlun var liáð ströng- um reglum um innflutning og útflutning. Síðari hluta árs 1931 var þetta kerfi sett á hér á landi, enda var þá svo komið, að gjald- eyrir var ófáanlegur nema fyrir brýnustu nauðsynjum. ísland þurfti að gera viðskipta- samninga við mörg lönd, sem hafði það í för með sér, að ákveðnar vörur þurfti að kaupa í ákveðnum löndum, og var verzlunarstéttinni fyrirskipað að leita sambanda i einu landinu eftir annað til þess að hægt væri að fullnægja slíkum samningum. Þessir samningar tóku breytingum frá ári til árs, svo að þær vörur sem eitt árið þurfti að kaupa í einu landi voru næsta ár keyptar frá öðru landi. Inn- flytjendur þurftu því að vera sífellt viðbúnir, að leita nýrra sambanda vegna innflutnings á nauðsynjum til landsins, eftir því hvar út- flutningsvörur landsmanna seldust. Þetta var nýr skóli, sem hin unga verzlunarstétt varð nú að ganga í gegnum, en liún sýndi það sem fyrr, að hún var starfi sínu vaxin. Þótt aðstæður væru erfiðar leysti luin hlutverk sitt af hendi með slikri prýði, að hún stóð hvergi að baki verzlunarstéttum þeirra landa, sem um aldir höfðu þjálfast í viðskiptum víða um heim. Hæfni þeirra manna, sem á þessu tíma- bili sáu um útflutnings- og innflutningsverzlun landsmanna, má telja með ágætum. Fáir munu telja haftaverzlun þessa tíinabils æskilega og fáir munu óska að slíkir verzlunarhættir verði teknir upp aftur í því formi, sem þeir voru í á árunu frá 1930 og fram til annarar heimsstyrjaldarinnar. En þetta tímabil var sem nýr skóli fyrir verzlunarstétt landsins og má segja að fátt sé svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Reynzlan, sem fékkst á þessum árum hefur byggt upp grundvöll viðtækrar þekkingar, hugkvæmni, samkeppni og skipu- lagningar, sem verzlun landsins stendur á í dag. Þáttaskil og verðbólga. Með síðari heimsstyrjöldinni verða þáttaskil Afmælisblað VÍSIS VÍSIR 50 ÁRA 48
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.