Vísir - 14.12.1960, Síða 103

Vísir - 14.12.1960, Síða 103
launuð, eins og nú á sér oftsinnis stað. Stað- reynd er, að margir kennarar koma aldrei til kennslustarfa, heldur snúa sér þegar að loknu prófi að öðrum störfum. Aðrir kenna aðeins fá ár og hætta þá kennslustörfum. Arið 1940 útskrifuðust t. d. úr Kennara- skólanum 42 kennarar, en 10 árum siðar er aðeins 31 þeirra í kennslustarfi. Má ætla af framangreindu, að ýmsar aðrar starfsgreinar geti boðið kennurum betri launa- kjör en þeir hafa við kennslustörf. Eftirfarandi tafla sýnir tölu kennara við barna- og gagnfræðaskóla Reykjavikur. Skóhir og skólabyggingar. Miðbæjarskólinn, sem lengi var kallaður Barnaskólinn í Reykjavik, er elzti barnaskóli bæjarins. Húsið var vígt 4. okt. 1898 við mikla viðhöfn, og var skólinn settur um leið. Þar liélt Mortein Hansen skólastjóri ræðu þar sem hann ræðir almennt um nauðsyn þess að reisa þetta nýja skólahús, en meginþáttur ræðu hans fjallaði um hlýðnina, hvernig börn- in ættu að lilýða og hvers vegna. Þessum þætti beindi hann til nemendanna. Þótt þetta hús væri reist af stórhug, var það orðið of lítið 1907, og var þá byggð við húsið norðurálma, sem tekin var í notkun i árs- byrjun 1908. Síðan er skólinn að mestu ó- breyttur að öðru en þvi, að fyrir nokkrum árum var byggt ofan á leikfimisalinn og gert þar húsnæði fyrir heilbrigðiseftirlit. En fjölg- un barna i bænum ör, þrengslin í skólanum taka að segja til sin. Ráðamönnum skólans er ljóst hvert stefnir, og á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur 1916 flytur Sigurður Jónsson yfir- kennari, (síðar skólastjóri), sem þá var bæjar- fulltrúi, svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn felur skólanefndinni að taka til sérstakrar yfirvegunar nauðsyn og möguleika þess að byggja á næsta ári nýtt barnaskólahús fyrir bæinn, eða viðbót við núverandi skólahús.“ Þessi tillaga var send skólanefnd, sem vísaði henni til umsagnar skólastjóra. Um haustið samþykkti skólanefndin að fækka kennslu- stundum í deildunum vegna þrengsla, en leggur til, að byggt verði nýtt skólahús i Austurbæn- um. Á næstu árum er byggingarmálið oft til umræðu, árið 1920 liggur fyrir fjárveiting til undirbúnings málinu, staður valinn við Barónstíg og ýmis undirbúningur hafinn. Það er þó ekki fyrr en 1923, að fenginn er húsa- nieistari — Sigurður Guðmundsson -— til þess að teikna skólann. Árið eftir leggur hann fram frumdrætti að skólaliúsinu, og samþykkt er að veita á árinu 1925 kr. 300 þús. til byggingar skólans, sem áætlað er, að muni geta kostað allt að 1 milj. króna. Ekkert verður þó úr framkvæmdum, en skóla- nefndin gerir 6. nóv. ályktun um það, að nauðsynlegt sé, að skólinn taki til starfa liaust- ið 1927, enda er þá Barnaskólinn yfirfullur og kennt er í leiguhúsnæði. Leikfimissalur Miðbæjarskólans 1960. Árið 1929 var unnið að því að fullgera 8 stofur, og hófst kennsla 9. nóv. það ár i 7 stofum. Haustið 1930 er Austurbæjarskólinn að niestu fullbyggður og tók þá til starfa. Voru t*á liðin 14 ár, frá því að tillaga Sigurðar Jónssonar kom fram. Liður nú styttra á milli nýrra skólabygginga, °g ganga þó framkvæmdir hægt. Byggður er barnaskóli i Laugarnesi 1935, Laugarnesskólinn, reyndar aðeins með 2 stof- um auk Heimavistarinnar, en 1944 var aðal- skólahúsið tekið í notkun, sem er með um 20 stofum. Árið 1936 er stofnaður nýr skóli i Skildingarnesi, sem var i leiguhúsnæði, þangað til Melaskólinn var byggður, en þar hófst kennsla 1946, þótt byggingin væri ekki full- gerð fyrr en nokkrum árum síðar. Um og eftir 1940 fjölgar ört í bænum. Aukast þá þrengsli mjög, og er þrísett og jafn- vel fjórsett í skólastofur. Haustið 1952 tekur Langholtsskólinn til starfa, 'Eskihliffarskóli og Háagerffisskóli árið 1954, en þeir skólar eru byggðir sem leikskólar og verða teknir til leikskólastarfsemi, þegar þeirra er ekki lengur þörf til barnaskólahalds, sem verður von bráðar. í desember 1955 var hafin bygging Breiða- gerðisskólans, en smiði hans verður lokið á næsta ári. Hófst kennsla i fyrsta áfanga hans haustið 1956. Árið 1957, í maí, var hafin bygging skóla- húss við Réttarholtsveg -— Réttarholtsskóli, — og var fyrsti áfanginn, 8 kennslustofur, tekinn i notkun í nóv. um haustið. Er nú verið að byggja 2. áfanga þess skóla, og verður honum lokið næsta haust. Sama vor (1957) var hafin bygging Hagaskóta við Hagatorg, og 8 kennslu- stofur teknar í notkun í jan. 1958. Þar er nú verið að byrja á byggingu 2. áfanga, sem er mikil bygging, og verður hluti af henni tekinn í notkun næsta haust. Á árinu 1957 var einnig liafin bygging skóla- húss við Gnoðavog — Vogaskóli —, og var fyrsti áfanginn, 8 kennslustofur, tekinn í notk- un í desember 1958. Haustið 1959 var hafin kennsla í kjallara í nýjum áfanga skólans, og um þessar mundir er sá áfangi að verða full- byggður, mun kennsla hefjast þar í haust. Verður þá kennt alls í 22 stofum, og eru þá sérstofur taldar með. Árið 1959 er byrjað á byggingu skólahúss við Hamrahlíð — Hlíðaskóli — og hófst kennsla þar um síðustu áramót. Bygging ann- ars áfanga er þegar hafin, og verða 16 kennslu- stofur fullgerðar haustið 1961. Mun þá Eskihlíðarskólinn verða tekinn fyrir leikskólastarfsemi. Haustið 1959 hófst bygging skólahúss við Laugalæk — Laugalækjarskóli —, og verður kennt þar í vetur. Eftir er að geta byggingu hins fyrsta gagn- fræðaskólahúss í Reykjavík, — Gagnfræða- skóla Austurbæjar —, sem var tekinn i notkun liaustið 1948. Nokkrir einkaskólar, sem hafa börn á fræðslu- skyldualdri, starfa í bænum. Landakotsskóli hefur starfað síðan árið 1896. Kennir hann til barnaprófs. Skóli fsaks Jónssonar hefur starf- að í aldarþriðjung. Eru þar árlega mörg 7 og 8 ára börn. Skóli S.D.A. tók til starfa árið 1943, en nemendur jafnan innan við 20. í æfinga- deildum Kennaraskólans eru árlega um 50 börn. Haustið 1928 tók til starfa Ungmennaskólinn í Reykjavík skv. lögum um bráðabirgða- ung- mennafræðslu í Reykjavik frá 7. mai s. á. Þau lög voru numin úr gildi með með lögum frá 19. maí 1930 um gagnfræðaskóla. Nefndist skólinn eftir það Gagnfræðaskólinn í Reykja- vik. Var hann til húsa á ýmsum stöðum í bæn- um unz hann flutti’st í hið nýreista skólahús árið 1948. Ári seinna var nafni hans breytt, og heitir hann siðan Gagnfræðaskóli Ansturbœjar. Sama ár og Ungmennaskólinn i Reykjavik tók til starfa, stofnuðu nokkrir einslaklingar í bænum gagnfræðaskóla, sem þeir nefndu Gagnfræðaskóla Reykvíkinga. Var hann þá sniðinn eftir gagnfræðadeild Menntaskólans og próf jafngild úr báðum. Siðan 1948 hefur hann heitið Gagnfræffaskóli Vesturbæjar. Hann er nú í Ieiguhúsnæði á Hringbraut 121. Þegar fræðsluskylda var lengd og tveir efstu bekkir hennar fluttir yfir á gagnfræðastigið, þurfti að fjölga gagnfræðaskólum í bænum. Veturinn 1948—49 störfuðu 1. bekkjardeildir við alla barnaskólana og haustið 1949 tóku tveir nýir gagnfræðaskólar til starfa, gagn- fræðaskólarnir við Hringbraut og Lindargötu. Unglingadeildir störfuðu eftir sem áður við Miðbæjar- og Laugarnesskóla og starfa enn. Gagnfræðaskólinn við Hringbraut fluttist haustið 1958 í Hagaskóla og breytti þá um nafn. Gagnfræðaskólinn við Lindargötu hefur alla tíð verið i húsinu við Lindargötu 51. Þessir skólar hafa nú báðir gagnfræðadeildir. Árið 1956 tók til starfa gagnfræðaskóli við Réttarholtsveg — Réttarholtsskóli —, með 1. og 2. bekk, og árið eftir voru unglingadeildir settar á stofn undir stjórn Langholtsskóla. Þær fluttust í Vogaskóla, er hann tólc til starfa liaustið 1958. Landspróf miðskóla var fyrst eftir gildis- töku fræðslulaganna tekið við gagnfræðaskóla Austur- og Vesturbæjar. Haustið 1955 var stofn- aður gagnfræðaskóli í Vonarstræti 1, sem ein- ungis býr undir þetta próf. Starfar hann enn, Afmælisblað VlSIS VÍSIR 50 ÁRA 103
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.