Vísir - 14.12.1960, Síða 114

Vísir - 14.12.1960, Síða 114
manns disk ALI-grísakjöt A L í-kjúklingar PEKING-endur Bergstaðastræti 37, Austurstræti 6, Bræðraborgarstíg 5, Hjarðarhaga 47. félaganna eru þó stofnuð miklu seinna eða aðallega um það leyti sem iðnlöggjöfin öðl- aðist gildi 1928. Um það leyti var einnig stofnað Iðnráð Reykjavíkur og síðan voru stofnuð iðnráð í flestum kaupstöðum. Nú starfa 12 iðnráð á landinu, sem samkvæmt iðnlöggjöfinni og rfeglugerð skulu hafa eftirlit með því, að lög- um og reglugerðum um mál iðnaðarmanna sé framfylgt. Þá gera þau tillögur um iðn- réttindi próflausra manna. Landssamband iðnaðarmanna var stofnað 21. júní 1932 á fyrsta Iðnþingi íslendinga. Tildrögin að stofnun sambandsins voru þau, að nauðsyn þótti að samræma störf iðnaðar- mannafélaganna, sérgreinafélaganna, iðnráð- anna og iðnskólanna, þannig að forvígismenn jieirra ynnu sameiginlega og undir einni stjórn að framgangi hagsmunamála iðnaðar- manna. Fyrsti formaður Landssambandsins var Helgi H. Eiríksson, og gengdi bann því starfi í 20 ár, er hann baðst undan endurkosningu. Landssambandið hefur átt mikinn þátt i að móta þá löggjöf um málefni iðnaðar- manna, sem sett hafa verið síðan sambandið var stofnað, eins og iðnfræðslu og iðnskóla- lögin. Þá Iiefur Landssambandið beitt sér m. a. fyrir stofnun og aukningu Iðnlánasjóðs og Iðnaðarbankans, bættri skatta- og tolla- löggjöf, iðnminjasöfnum og iðnsýningum og verið opinberum aðilum til ráðuneytis um ýmis iðnaðarmál. Landssambandið tók við útgáfu Tímarits iðnaðarmanna 1936. I Landssambandinu eru nú um 60 félög með hátt á þriðja þúsund félagsmenn. Lánsfjármál. Á fyrsta Iðnþingi íslendinga kom fram til- laga þess efnis, að skora á ríkisstjórn og Alþingi að koma á sérstakri deild við bank- ana, sem láni fé til eflingar iðnaðinum í landinu og taki að veði vélar og áhöld iðn- aðarmanna, og verði fénu varið til efnis-, véla-, og áhaldakaupa. Af þessu má sjá, að þegar við stofnun Landssambandsins hefur því verið falið það viðfangsefni að bæta aðstöðu iðnaðarmanna við útvegun lánsfjár til starfsemi sinnar. Sama ár og Iðnþingið var haldið var Spari- sjóður Reykjavíkur og nágrennis stofnaður, aðallega að forgöngu Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Tveim árum síðar eða 1935 voru sett lög um iðnlánasjóð og lagði ríkissjóður fram kr. 25.000.00 á ári til ársins 1942, en þá var fram- lagið bækkað upp í 65.000.00. Árið 1946 voru sctt ný lög um sjóðinn og framlög hækkuð með þeim 1947 upp í kr. 300.000 á ári. Á fjárlögum 1955 var framlagið hækkað upp i kr. 450.000, og árið 1957 var það hækkað upp i kr. 1.450.000, og loks í kr. 2 millj. á þessu ári. Þótt Iðnlánasjóður hafi eflaust getað leyst úr þörfum sumra, þá gefur auga leið, að hann er alls ómegnugur að gegna því blutverki, sem honum er ætlað, en það er að vera stofn- lánasjóður iðnaðarins í landinu. Hefur því verið Iögð mikil áherzla á það á undanförnum Iðnþingum, að sjóðurinn yrði efldur, svo að bann mætti gegna þessu hlutverki sínu. Hefur iðnaðarmálaráðherra nú í þessu skyni skipuð nefnd til þess að benda á leðir til eflingar Iðnlánasjóði og munu tillögur nefndarinn(ar bráðlega veúða tilbúnar. Eitt þeirra mála, sem bæst ber i sögu iðn- aðarins síðustu árin, er stofnun Iðnaðarbanka íslands b. f. Hafði þetta mál verið rætt á mörgum iðnþingum og ályktanir samþykktar, þar sem skorað var á Alþingi og ríkisstjórn að hlutast til um setningu laga um iðnbanka. Á miðju ári 1949 barst svo Landssamband- inu bréf frá Samgöngumálaráðuneytinu, þar sem óskað er eftir þvi, að Landssambandið lóti ráðuneytinu i té drög að frumvarpi til laga um iðnaðarbanka. Á grundvelli þessa bréfs var hafist handa um skipun nefndar ásamt Félagi ísl. iðnrekenda til þess að hrinda þessu verki i framkvæmd. Vann nefndin síðan að samningu frumvarpsins í samvinnu við stjórnir sinna félagssamtaka. Lögin um bankann voru samþykkt á Alþingi 19. desember 1951 og upp úr því var farið að vinna að hlutafjársöfnun meðal iðnaðar- manna og iðnrekenda. Stofnfundur bankans var baldinn 18. október 1952 og framhalds- stofnfundur 26. október sama ár. Var þá kosið í bankaráð og hlutu kosningu: Einar Gislason, Helgi Bergs, Guðmundur H. Guðmundsson, Kristján Jóh. Kristjánsson og Páll S. Pálsson. Iðnaðarbanki íslands li. f. var opnaður 25. júni 1953 og bankastjóri hafði verið ráðinn hinn kunni forustumaður iðnaðarmanna um árabil Helgi H. Eiriksson, verkfræðingur. Gengdi liann starfinu til áramóta 1955—56, en þá tók við Guðmundur Ólafs, lögfræðingur. Á þessum árum hefur bankinn dafnað jafnt og þétt, verið iðnaðinum ómetanleg stoð og ótvírætt sannað tilverurétt sinn. Það sem hér hefur verið upptalið er allt í nánum tengslum við iðnaðinn í landinu, iðnfræðsla, fjármál, iðnlöggjöf og félagsmál. Á grundvelli þessara málaflokka hefur iðnað- urinn þróast og dafnað undir forustu dug- mikilla athafnamanna, sem hafa stofnað og rekið margskonar iðnfyrirtæki í vaxandi mæli síðustu 50 árin. Um 1910 er aðallega stundaður liandiðnaður, en aðeins lítilsháttar vélaiðnaður kominn til sögunnar. Sá vísir, sem til var af vélaiðnaði notaði sem orku- gjafa mótorvélar svo sem vélsmiðjur og önnur iðnfyrirtæki auk þeirra fáu, sem höfðu gufu- vélar fyrir aflgjafa, má þar til nefna hið myndarlega fyrirtæki trésmiðjuna Völund. Hin raunverulega iðnvæðing hefst fyrir alvöru með tilkomu rafmagnsins, smá-stöðvar voru reistar á nokkrum stöðum úti á landi, aðal- lega ætlaðar til Ijósa, en einnig lítilsháttar til iðnaðarþarfa. En 1921 var framkvæmt fyrsta stórátakið í raforkumálum. Elliðaár- stöðin var byggð og framleiddi með vatns- afli 1000 K.W. Menn kynntust hinum miklu kostum raforku til iðnaðar. Orkuframleiðslan jókst frá Elliðaárstöðinni upp í 3600 K.W. 1933 og síðan frá Sogi eins og eftirfarandi tölur sýna, auk margra stöðva víðsvegar um allt land. 1937 .... .... 17.760 K.W. 1948 .... .... 25.260 — 1953 .... .... 56.260 — 1960 .... .... 83.260 — Ég nefni þessar tölur því að þær sýna bezt þróun iðnaðarins síðustu 40 árin, því 114 VlSIR 50 ÁRA Afmælisblað VÍSIS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.