Vísir - 14.12.1960, Side 147

Vísir - 14.12.1960, Side 147
Hann var einskonar rriótor fyrir prentvélar / viðlögum. Jón Guðmundsson, yfirtollvörður, segir frá starfi sínu við Vísi. Jón Guömundsson yfirtollvörður, MeSalholti 11 í Reylflavík, mun hafa gegnt brautryðjanda- starfi hjá Vísi í því skyni að afla blaðinu áskrif- enda. Fram til þess tíma hafði blaöið aðeins verið selt í lausasölu. — Eruð þér fæddur Reykvikingur, Jón? spurði blaðamaðurinn. — Nei, ég fæddist austur á Rangárvöllum árið fyrir aldamótin, en fluttist hingað 1906. —■ Hvenær byrjuðu þér að starfa hjá Visi? — Það hefur liklega verið á 2. eða 3. starfs- ári blaösins. Mig minnir að ég hafi verið 13 ára gamall. — í hverju var starf yðar fólgið? — Það mætti nærri segja, að það hafi verið fólgið i öllu milli himins og jarðar. Ég vann að þvi, sem til féll á hverjum degi, en fékkst þó ekki við ritstörf. Það gerðu aðrir. — Þér söfnuðuð m. a. áskrifendum að Vísi? — Já, og ég held, að ég hafi unnið að því fyrstur allra. Þó minnir mig, að einhver annar maður hafi unnið að því samtimis mér, en man ekki hver það var. — Hvernig gekk? — Upp og ofan eins og gerist og gengur. Ég man, að ég var látinn fara í hvert hús við Lauga- veginn og spyrja menn, hvort þeir vildu ekki gerast áskrifendur. Það var mikill sparnaður fyrir þá, sem ætluðu sér á annað borð að kaupa blaðið, því i lausasölu kostaði það 3 aura, en bróður sinum eitur er dró hann til dauða. Ég skrifaði iangt mál um þenna atburð í Visi og ég man það að Einar ritstjóri hældi mér sér- staklega fyrir þá frásögn. En fréttamennskan var þá á allt öðru stigi en nú, enda um einskonar brautryðjandastarf að ræða i þessu efni. — Hvar skrifuðuð þér fréttirnar? — Stundum heima hjá mér, en stundum lika i lítilli kompu inn af afgreiðslunni. — Unnu fleiri blaðamenn þar? — Guðmundur skólaskáld Guðmundsson sat þar löngum að þýðingum, þar þýddi hann m. a. Cymbilínu fögru sem birtist á þessum árum sem framhaldssaga í Vísi. Annars fékkst Guð- mundur aðallega við þýðingar, en ég þess i stað við fréttaöflun. Einar ritstjóri var sjaldan á skrifstofunni. Hann var á ferð og flugi hing- að og þangað úti i bæ. Annars skrifaði hann taisvert mikið sjálfur, þ. á m. erlendar fréttir, en hann gerði það vist að mestu heima hjá sér. —• Og hvernig var kaupið? — Kaupið! Það var ekki borgað kaup i þá Jón Guðmundsson. áskriftin fyrir allan mánuðinn minnir mig að hafi verið 50 aurar. — Fólk hefur gert sér þetta ljóst? — Sumir. Aðrir sögðust hafa annað við pen- ingana að gera en kaupa fyrir þá blöð. Þeim fannst það hreinn óþarfi að kaupa blað á hverj- um degi. Það var óþekkt á íslandi í þá daga. En svo voru nokkrir, sem tóku mér ágætlega. Ég man sérstaklega eftir Benedikt S. Þórarins- syni kaupmanni, sem gjarnan viidi hafa kunn- ingsskap við mig af því hann vissi að ég hafði mikið saman við prentsmiðjuna að sælda. Sér- staklega bað hann mig að halda öllum fregn- miðum til haga i safnið sitt. Ég man líka eftir Baldvin söðiasmið, sem átti heima innarlega við Laugaveg. Hann tók mér alltaf sem alda- vini og veitti mér hressingu þegar ég kom ein- hverra erinda til hans. — Þér hafið safnað áskrifendum viðar en á Laugaveginum? — Eittlivað við Vesturgötuna líka. Þetta voru tvær aðalgöturnar i bænum. Það var heldur ekki til neins að fara allt of víða um bæinn, þvi það var ekki neinn mannafli til að bera blaðið út nema á takmörkuðu svæði. Það þurfti iíka að taka tillit til þess. — Eitthyað hafið þér gert fleira en að safna áskrifendum? — Eins og ég sagði áðan vann ég að öllu milli himins og jarðar. Ég vann m. a. að inn- daga meira en nauðsynlega þurfti. Auk þess barðist Einar i bökkum með þessa útgáfu sina og gat ekki borgað mikið. Annars man ég ekki nákvæmlega hvað kaupið var, enda mismnnandi eftir afköstum. Ég fékk ákveðið fyrir hvern dálk, sem ég skrifaði, en það var víst litið, því ég man það eitt að ég átti erfitt með að bjarg- ast áfram á þessum árum. Það var ekki bein- línis sultur — en stappaði nærri. Hinsvegar hafði ég gaman af starfinu og hafði áhuga fyrir þvi. Það var mér meira virði en hátt kaup. - — Var samstarfið við húsbóndann gott? •— Já, Einar Gunnarsson var dagsfarsprúður maður og lipurmenni. Ég hygg að hann hafi verið góður blaðamaður sjálfur. Hann hafði líka brennandi áhuga fyrir blaðamennsku og blaðaútgáfu, en hann skorti annarsvegar úthald eða hugrekki til að fara út i harða samkeppni í blaðaútgáfu og hinsvegar háði fjárskortur honum. Þetta hvorttveggja varð til þess að hann hætti við útgáfu Vísis og seldi liann Gunnari frá Selalæk. Skömmu síðar lauk einnig mlnum blaðamennskuferli hjá Vfsi. heimtu fyrir auglýsingar og áskriftir, og svo kora fyrir, að ég var látinn prenta blaðið. — Prenta! Ekki eruð þér prentari? — Nei, ég var notaður sem einskonar mótor fyrir prentvélina þegar á þurfti að halda. Það var að nafninu til einhver mótorgarmur, sem gegndi því lilutverki að knýja prentvélina, en hann vildi bila og þá varð að snúa henni með handafli. — Það hefur varla verið létt verk? — Nei, sannkölluð þrælavinna. En í það var ekki horft, þegar nauðsyn bar til, og þá var gripið til okkar strákanna, ef engir fullorðnir voru við höndina. — Hvað voru margir prentarar? — Aðeins tveir, eigandinn, Davíð Östlund, og svo annar maður, sem ég man ekki hver var. — Hvernig líkaði yður að starfa með þeim Einari Gunnarssyni ritstjóra Vísis og Davið Östlund prentsmiðjustjóra? — Vel. Þeir voru báðir hörkuduglegir menn. Davíð ör, snöggur á lagið og ákveðinn. Einar var fremur fáskiptinn, en hugkvæmur og fljót- ur að átta sig á hlutunum. Hann var góður húsbóndi og mér líkaði vistin hjá honum vel. En það var hinsvegar töluvert að gera hjá hon- um og hann gætti þess, að maður væri ekki iðjulaus. Ég hafði 30 krónur í kaup á mánuði. Það þótti bara gott þá. — Vann ■ Einar einn að ritstjórn Vísis, eða hafði liann einhverja blaðamenn til aðstoðar? — Það voru alltaf einhverjir hjá honum, sem unnu að blaðinu. Ég man t. d. eftir Andrési heitnum Björnssyni, Júlíusi lækni frá Klömbr- um, Lofti Gunnarssyni frá ísafirði og Magnúsi Gíslasyni skáldi. Allir þessir menn voru Einari til aðstoðar á einhvern hátt — við þýðingar, prófarkalestur eða annað. Ég var ekki svo vel inni í þeirri hlið málsins. — Hvar var Vísir til húsa á þessum árum? — Meðan ég var við blaðið, var hann að mestu í Hafnarstræti 18 eða 20 i litlu húsnæði uppi á lofti. Annars var Einar ekki fjáður m-'ð- ur, átti oft i nokkrum fjárhagserfiðleikum < • þurfti oft að flytja úr einum stað i annan. Han • var hugsjónamaður, bjartsýnn á framtið dag- blaðs i Reykjavik, en almenningur sýndi hon- um ekki þann skilning sem skyldi, og undir- tektir voru daufar. í skrifstofu Visis var lítið um húsgögn og enn minna um bókakost í þá daga. Hinsvegar átti Einar allgott bókasafn heima hjá sér að mig minnir, las mikið og gaf út bækur. — Var engin tilraun gerð til þess að útvega Vísi kaupendur utan Reykjavíkur? — Ekki varð ég þess var utan það, að ég var venjulega sendur einu sinni i viku til Hafn- arfjarðar til að selja blaðið þar á götunum. — Hvernig fóruð þér þangað? Ekki voru bifreiðasamgöngur komnar á þá? — Auðvitað fótgangandi. Það þótti sjálfsagt og taldi enginn eftir sér, jafnvel þótt maður væri með dálítinn pinkil af blöðum og bókum á bakinu. Einar lét mig selja fyrir sig útgáfu- bækur sinar á götunum, auk Vísis, en annars voru Hafnfirðingar hvorki ginkeyptir fyrir blöð né bækur. Salan var dræm og af þeim sök- um leiddist mér þessar Hafnarfjarðarferðir. Ég var lika oft þvældur og þreyttur, þegar ég kom heim aftur og stundum svangur, því ekki man ég ef*ir að maður hefði nesti með sér. Stundum kom það fyrir á vetrum, að ég ætlaði að létta mér ferðina með því að fara á skiðum, en skíðin voru ævinlega aðeins til trafala, stórgrýtið stóð allsstaðar upp úr snjónum, svo maður varð venjulega að bera þau lika. I--------------------—--------:------------- LEIÐRÉTTING: Á bls. 108 hefur misprentast síðasta orð- ið i 3. linu kvæðisins. Þar stendur „ .. líð,“ á að vera „ ... lýð,“. J Afmælisblað VÍSIS VÍSIR 50 ÁRA 147
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.