Vísir - 14.12.1960, Síða 150

Vísir - 14.12.1960, Síða 150
Sumir mesfu ráðamenn þjóð- arinnar voru söludrengir Vísis. Ein úr hópi elzta starfsliðs Visis er frú Ragnhildur Líndal Wiese sem nú býr að Karla- götu 12 i Reykjavik. Ragnhildur er dóttir Hjartar Lindals bónda að Núpi í Miðfirði og hún er systir Margrétar konu Einars Gunnarssonar fyrsta ritstjóra Visis. Frú Ragnhildur er nú nær sjötug að aldri. Hún kom fyrst til Reykjavíkur 17 ára gömul og hefur verið meira og minna viðloða hér siðan. Hún sigldi ung til Danmerkur og giftist þar dönskum útskurðarmeistara, Eivind Wiese, sem nú er starfandi hjá Gamla kompaniinu i Reykjavík. — Ég var rúmlega tvitug þegar mér bauðst vinna sem afgreiðslustúlka hjá dagblaðinu Visi, sagði frú Ragnhildur þegar fréttamaður innti hana eftir störfum hennar hjá blaðinu. — Þér hafið ekki byrjað á afgreiðslustörfum strax og Visir hóf göngu sina? — Nei, blaðið var búið að koma út í 1—2 ár að minnsta kosti þegar ég kom að Visi. Það var annaðhvort árið 1912 eða 1913. — í hverju var starfið fólgið? — Fyrst og fremst algengum afgreiðslustörf- um, telja blöðin til sölu- og útburðardrengj- anna, skrifa niður nöfn þeirra og heimilisföng og taka á móti peningum og blaðaleifum hjá þeim að sölu lokinni. í öðru lagi tók ég á móti auglýsingum hjá fólki og. visaði á ýmislegt sem auglýst hafði verið í blaðinu. Þá var það siður að afgréiðslan visaði á heimilisföng og nöfn þeirra sem aug- lýstu, hvort heldur það var út af týndum eða fundnum munum, einhverju sem átti að selja eða kaupa eða þá i sambandi við leiguhúsnæði. Þetta allt saman var töluverður ábætir á sjálft afgreiðslustarfið. — Voruð þér ein við afgreiðslustörfin? — Stundum og stundum ekki. Margrét systir min, kona Einars ritstjóra, hjálpaði mér oft. Eða kannske var það ég sem hjálpaði henni. — Hvað voru söludrengir Visis margir í þá daga? — Ég man það ekki glöggt, en mig minnir að þeir hafi stundum verið um 60 talsins. — Og hvað seldu þeir mikið til jafnaðar? — Því get ég ekki svarað, enda ákaflega mis- jöfn sala hjá þeim. Sumir voru hörkuduglegir og seldu mikið, þ. á m. man ég sérstaklega eftir þeim Guðjóni Ó. Guðjónssyni nú prentsmiðju- stjóra og Steingrimi Kl. Guðmundssyni, er siðar varð málari. Þeir voru með ötulustu sölu- drengjunum. Aðrir drengir voru linari og seldu minna. En svo fór salan lika eftir veðri og öðr- um aðstæðum. Annars minnir mig að sala hjá einstökum drengjum hafi komizt nokkuð á 2. hundrað þegar vel gekk eða jafnvel meira. — Voru söludrengirnir jafnt höfðingjasynir sem synir fátæklinga. — Já, og var víst enginn greinarmunur á þeim gerður. Dugnaðurinn réð úrslitum hjá hverjum einum. En þess má geta að sumir þeir, sem siðar hafa getið sér nafn í þjóðfélagi voru og jafnvel sumir mestu ráðamenn þjóðarinnar voru söludrengir Visis þegar ég vann þar við afgreiðslustörf. — Hvernig var afgreiðslurýmið? Var það ekki heldur þröngt á þessum árum. — Jú, húsnæðið var í heild litið og af skorn- um skammti, afgreiðslan sem annað. En af- greiðslan var auk þess á ýmsum stöðum á þess- Frú Ragnhildur Wiese var meðal fyrstu starfsmanna blaðsins. um árum og afgreiðsluplássið því ekki alltaf jafn stórt. — Var ekki oft hamagangur og ólæti i strák- nnum á meðan þeir biðu eftir afgreiðslu? — Meir en það. Það ætlaði stundum allt af göflunum að ganga. Þeir æptu og öskruðu hver í kapp við annan og ætluðu alveg að æra mig. Ég var lengi í hreinum vandræðum hvernig ég ætti að venja þá af þessum ósið, en loksins fann ég ráðið. Ég sagði þeim einn góðan veður- dag, að þeir sem hæst æptu, fengju blöðin sið- ast. Ég framkvæmdi þetta og það virtist duga. — Þetta hafa verið miklir ærslabelgir. — Já, vissulega voru þeir það. Þeir flugust stundum á i illu og ætluðu að gera út af hver við annan. Ég man sérstaklega eftir því eitt sinn, en þá var afgreiðslan upp á lofti i Hótel Reykjavik, að ég heyrði óvenju mikil læti frammi á ganginum og fór þangað til að vita hverju það sætti. Þá höfðu þeir orðið eitthvað saupsáttir, réðust á einn strákinn, stungu hon- um i strigapoka, bundu fyrir opið og voru í þann veginn að velta honum niður stigann þeg- ar mig bar að. Ég var vist dálítið tannhvöss i það skiptið, en stráknum bjargaði ég. f annað skipti tók strákur upp skammbyssu þegar ég var ein i afgreiðslunni. Þá leizt mér ekki á blikuna, en ég reyndi að láta stráksa ekki sjá hvað ég var ofsalega hrædd og sagði hon- um að svo fremi sem hann færi ekki á stund- inni út og afhenti föður sínum vopnið, myndi ég hringja á iögregluna. Strákur lét sér segjast og fór. Þetta var 11—12 ára patti. — Eftir hvaða blaðamönnum munið þér við Visi á þessum frumbýlingsárum hans? — Það var víst litið um fasta blaðamenn eins og nú tiðkast við blöðin. En það voru ýmsir ígripamenn eða hjálparheRur, sem hlupu undir bagga og skrifuðu eitt og annað eftir því sem á stóð og skortur var á efni. Einn þeirra var Rjörn Rlöndal læknir. Hann var þá nokkuð við aldur, en ljúfmenni mikið. Hann fékkst einkum við þýðingar. Annar uppgjafalæknir vann þarna líka annað veifið, Július Halldórsson frá Klömbrum, hressilegur náungi og hreinskilinn, sem átti það til að segja manni vægðarlaust til syndanna, en hreinskilni hans var ævinlega full af velvilja og gerð í því skyni að hjálpa og leiðbeina. Guðmundur skólaskáld Guð- mundsson var dagfarsprúður maður, rólyndur og hægur og loks var svo Magnús Gíslason, hreinn öðlingur, sem öllum þótti vænt um. Þetta voru helztu aðstoðarmenn Einars Gunn- arssonar við ritstjórn Vísis. — Hver safnaði auglýsingum á þessum árum? — Auglýsingastjóri eða auglýsingaskrifstofa var þá ekki til hjá Vísi. Við, stúlkurnar á af- greiðslunni, tókum á móti þeim auglýsingum sem bárust. Stundum tókum við á móti greiðslu fyrir auglýsingarnar, en stundum voru reikn- ingar fyrir þær sendar seinna. Það fór eftir því hvað menn voru ,.múraðir“ hverju sinni. — Hvað var aðallega auglýst i blaðinu? — Það var mest um smáauglýsingar, sem sið- an hafa haldizt við Vísi þrátt fyrir harða aug- lýsingakeppni annarra biaða. Þarna var allt milli himins og jarðar auglýst, það sem fólk vantaði og hlutir sem það viidi selja, ennfrem- ur húsnæði, týndir munir og fundnir. Meira að segja kom það fyrir að fólk auglýsti eftir maka, sem annars mátti heita eindæmi þá, þótt nú sé það algengt orðið. En sérstaklega man ég eftir auglýsingu, sem vakti að vonum mikla athygli á sínum tíma. Hún var svohljóðandi: „Það er ósatt að konan mín, Jóhanna Bjarna- dóttir, hafi gefið mér inn eitur, en úldinn fisk og grút í kaffi lét hún sér sæma að gefa mér ofan í veikan maga“. Viltu lána mér Vísi ... Framhald af bls 146. Gunnarsson, hvort ég mætti kannski gera þetta gagnvart fleiri aðilum, ef þess væri óskað. Hann samþykkti þetta, því að lánsviðskipti þekktust þá á flestum sviðum, og þetta varð til þess, að ég bar blaðið heim til margra manna við Þingholtsstræti, Ingólfsstræti, Laufásveg og Bergsstaðastræti næstu vikur og mánuði. — Lærðu ekki aðrir af þér að þessu leyti? •—• Jú, það voru margir strákar, sem tóku þetta fljótlega eftir mér, og það má víst segja, að kappið i þessu hafi ekki verið minna en í sölunni á götunum. Einkum var það Steindór Árnason, sem var kartinn og hann var svo stórtækur, að hann tók 300 blöð hjá afgreiðsl- unni og hafði siðan stráka í vinnu upp á hlut. Hann fann upp allskonar aðferðir til þess að koma blaðinu út, sem okkur hinum hafði ekki liugkvæmzt. Og það voru margir fleiri, sem voru harðduglegir, og af þeim eru mér minnis- stæðastir þeir Guðjón Ó. Guðjónsson prentari og Aaldimar Þórðarson kaupmaður. — - Og manstu svo ekki eftir einhverju frekar að endingu? — Ég veit ekki, hvað það ætti helzt að vera, því að vitanlega kom margt fyrir hjá olckur strákunum í þá daga, ekki síður en nú. Kann- ski var það merkilegasta fréttin i okkar augum, blaðsölustrákanna, þegar við eignuðumst þjóð- hetju. Það gerðist 12. júni 1913, að "Vísir var heldur siðbúinn i prentsmiðjunni hjá Öst- lund við Kolasund, og vissum við strákarnir í fyrstu ekki, hvað fyrir hafði komið. Blaðið var venjulega komið á þeim tíma, sem tiltekinn liafði verið fyrir löngu. Svo barst skýringin út og hana gaf okkur Björn Steffensen, nú- verandi endurskoðandi. Hann sagði okkur, að íslenzki fáninn, hvítbláinn, sem menn kölluðu, liafði verið tekinn af báti úti á höfninni. Það var Einar Pétursson, sem bátinn átti, eins og menn vita. Við formæltum Dönum vitanlega, því að þetta hleypti öllum í ham, en þá var það að einn úr okkar liópi, Sigurður S. Thor- oddsen, brá sér upp að stjórnarráði og skar niður danska fánann, sem þar blakti. Þá var búið að borga Dönum í sömu mynt, og við eignuðumst hetju i okkar hópi: 150 VÍSIR 50 ÁRA Afmælisblað VÍSIS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.