Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Qupperneq 9
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 55
ig Einar og hans líkar, ætluðu með þingvaldi að blanda sér
í fyrirkomulag félaga, sem á engan hátt koma ríkisvald-
inu við. En hitt var þó enn kynlegra, að formaður Ingólfs
skuli vera á móti samábyrgð í kaupfélögum. Grimd forlag-
anna hefir nú hagað því svo, að Einar á Geldingalæk og
ýmsir svokallaðir efnabændur í Borgarfirði standa persónu-
iega í ábyrgð gagnvart bönkunum fyrir stónim lánum til
Ingólfs og kaupfélagsins í Borgarnesi.Félög þeirra hafa síð-
an orðið að lána til félagsmanna mikið af þessu fé. þannig
er stofnað til skulda fyrir félagsmenn, án þess að þeir
séu í ábyrgð fyrir lántöku, sem gerð er vegna þeirra. En
leiðandi menn í Ingólfi og kaupfélaginu í Borgarnesi hafa
af öllum kröftum mótmælt samábyrgðinni, en verið um
leið hin átakanlegustu fórnarlömb samábyrgðarleysisins.
Vegna gjaldskyldu á Eyrarbakka breytti Hekla lög-
um sínum, og lét skrásetja sig undir samvinnulögunum,
enda eru í því félagi margir greindir og gegnir menn í Ár-
nessýslu. Félagið hefir keypt miklar og góðar húseignir af
einokunarversluninni gömlu. Hefir félagið svo mikinn
húsakost, að það gæti að líkindum haft alla verslun í Ár-
nessýslu og vesturhluta Rangárvallasýslu. En gengi félags-
ins virðist ekki vaxa svo sem vera mætti. það er eitt af
þeim fáu skrásettu samvinnufélögum, sem ekki er í Sam-
bandinu. Mun það stafa af því, að kaupstjórinn, Guðmund-
ur Guðmundsson, er eitthvað annars hugai' um sum mikil-
væg atriði í stjórn sinni. Einn helsti keppinautur Heklu,
Egill kaupmaður í Sigtúnum, er um leið einskonar brjóst-
mylkingur Heklu, fær þar vörur og lætur þangað vörur.
Kaupmaðurinn er að því er virðist útibú kaupfélagsins. í
öðru lagi hefir Guðmundur Guðmundsson á áberandi og
óviðkunnanlegan hátt gert sig að háværum stuðnings-
manni steinolíufélagsins ameríska. Öll önnur kaupfélög og
Sambandið hafa lagt sig fram um að styðja landsverslun
með steinolíu, vel vitandi, að það var eina leiðin til að
bjarga þjóðinni úr fangbrögðum ameríska hringsins. Bæði
þessi atriði benda á, að einhver missmíði séu á rekstri
Heklu sem samvinnufélags. Gæti vel farið svo, að slíku