Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Side 11

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Side 11
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 57 göngur þess við Reykjavík verði félagsmönnum til óvenju- mikils hagnaðar og þæginda. Sambandið hefir nú í nokkur ár átt báru- Vestmannaeyja járnsskúr á grandanum við höfnina í Vest- brunarnir. mannaeyjum. Var hann ætlaður til að vera geymsla fyrir sunnlensku félögin, sem búa við mestu hafnleysurnar, að þar væru settar upp vörur frá útlöndum og geymdar, þar til leiði fengist upp á sandana. í sumar brann þessi skúr, og má fullyrða, að það hafi ver- ið af mannavöldum. í honum var þá geymd öll útflutnings- ull Kaupfélags Hallgeirseyjar. Skúrinn eyðilagðist, og nokk- uð af ullinni, en meirihluta hennar var bjargað. Enginn vafi er á, að einhver hálfvitlaus manneskja í Eyjunum hefir kveikt í húsinu í því skyni, að spilla fyrir eða eyði- leggja kaupfélagið. Sá tilgangur náðist ekki. Vátrygging- arfélagið borgaði hvern eyri af skaða þess. Litlu síðar var kveikt í vörubyrgi, sem Kaupfélagið Drífandi í Eyjum átti. En þar fór á spmu leið. Skúrinn brann, en skaði félagsins varð enginn eða sama sem enginn. Ekki komst upp við rannsókn, hver valdur var að glæpum þessum. En ofsinn móti kaupfélögunum, einkum í Rangárvallasýslu, kemur fram í ýmsum og stundum mjög leiðinlegum myndum, og mest hjá fólki, sem ekkert þekkir til félaganna og skortir greind og mentun til að meta hið almenna gagn, er þau gera. Mentunarleysi og heimska samkepnismanna í Rang- árvallasýslu sýndi sig best í því, að bæði sr. Eggert Pálsson og Einar á Geldingalæk þóttust þurfa að komast á þing, til að hjálpa til að drepa Sambandið! Hvergi annarsstaðar á landinu vora frambjóðendur kaupmanna eins skemtilega miðaldalegir. Einkum var þetta broslegt, þegar þess var gætt, hvemig sá félagsskapur stóð, sem annar frambjóð- andinn hafði stýrt. þegar svokallaðir leiðandi menn í hér- uðum prédika á opinberum fundum krossferð á móti sam- vinnufélögunum, er síst að furða, þó að einhversstaðar komi til hermdarverka. Alt af nóg til af hálfgeggjuðum auðnuleysingjum, sem geta ímyndað sér, að það sé föður- landinu þóknanlegt verk að brenna húseignir samvinnu-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.