Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 19

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 19
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 65 mannastétt í Reykjavík. Kom það nú fram, að nokkur hluti félagsmanna vildi ekki ábyrgjast skuldir sínar, svo að sam- ábyrgð væri í öllu félaginu. Deildir og jafnvel hreppar þótt- ust reiðubúnir að standa saman í einni heild. En félagið alt var þeim of stór heimur. Kaupmenn í Borgarnesi og Reykjavík réru öllum árum að því, að auka sundrungina í félaginu, ef skeð gæti, að það liðaðist sundur, eða yrði hlutafélag. Alt þótti þeim mönnum betra en að félagið yrði heilsteypt samvinnufélag. Meðan á þessu þjarki stóð, reyndu þingmenn Borgfirðina og Mýramanna að koma breytingu á samvinnulögunum gegnum þingið, þannig, að kaupfélag gæti verið skrásett, þó það hefði aðeins deilda- samábyrgð. Kaupmannaliðið í þinginu fylgdi þessu fast, og mátti ekki hársbreidd muna, að kórvilla þessi næði samþykki þingsins. Pétur í Hjörsey fylgdi þessari breyt- ingu á þinginu af því að kjósendur hans áttu í hlut. En heima fyrir hafði hann reynt að fá félagsmenn til að hverfa frá þessu ráði. En er sýnt var, að deildasamábyrgð- in gat ekki komist í gegnum þingið, fann Pétur Ottesen upp þá flugu, að samvinnulögin skyldu, að því er snerti ákvæði samábyrgðarinnar, ekki gilda um Kaupfélag Borg- firðinga. þetta var vitaskuld enn hlálegra, ef sín landslög áttu að vera í hverju héraði. Var þetta felt, en með litlum atkvæðamun. Kaupmannasinnar voni til með að fylgja hverri breytingu á lögunum um samvinnufélög, sem ann- aðhvort var þeim til skaða, eða hlægileg vitleysa. þegar Svavar Guðmundsson sá, að ekki var hægt að koma því skipulagi á félagið, er hann taldi rétt vera, og að það yrði skrásett sem samvinnufélag, sagði hann upp stöðu sinni, eins og ráðherra segir af sér, ef meiri hluti þings er í ósamræmi við skoðun hans um mikilsverð mál. Nálega öllum félagsmönnum þótti mikil eftirsjá að Svavari. Hann hafði sýnt frábæra elju og atorku við starfið, og er lítill vafi á því, að ef slíkur maður hefði stýrt félaginu í tíð Sigurðar Runólfssonar, myndi það nú vera ein hin blóm- legasta verslun á landinu. 1 stað Svavars tekur nú um áramótin við stjórn félagsins Helgi Pétursson, mjög efni- 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.