Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Qupperneq 26
72 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
vinnumenn í sínu landi legðu nú mesta áherslu á að auka
sjóðina og sameiginlegar eignir félaganna. peir álitu, að
félagsmenn ættu nú um stund að gera sig ánægða með lít-
inn eða jafnvel engan tekjuafgang. Venjulega útborga
finsku félögin ekki nema 2—4% af tekjuafgangi, og á
hverju ári eru að minsta kosti eitt hundrað félög, sem
leggja allan tekjuafganginn í varasjóðina. Meirihluti fé-
lagsmanna kann mjög vel við þessa ráðstöfun, því að þeir
vita, að það er best fyrir hreyfinguna í heild sinni. Með
þeim sameiginlega höfuðstól, sem þannig er myndaður,
á að efla framleiðslutæki, einkum margskonar iðnað, og
til að styðja félögin í baráttunni við kaupmannavaldið.
Fulltrúi Frakka lagði áherslu á starfsemi samvinnubanka.
Hann sagði, að frönsku félögin hefðu fyr á árum mjög haft
þörf fyrir meiri höfuðstól, en þau gátu fengið. En úr því
hefði ekki orðið bætt fyr en stofnaður var samvinnubanki.
Höfuðstóll hans hefði í fyrstu verið 13 miljónir franka.
Nú væru innlög orðin um 80 miljónir franka, frá 40 þús-
und samvinnumönnum. Takmarkinu væri nú náð að því
leyti, að nú hefði verið ruddur farvegur, sem innstæður fé-
lagsmanna rynnu eftir í þeirra eigin peningabúð. Formað-
ur alþjóðabandalagsins, Goedhart, mætti fyrir heildsölu
Hollendinga. Hann sagði, að samvinnan í sínu landi hefði
átt erfiða daga síðan stríðinu lauk. Verslun hefði minkað,
tilfinnanlegt tap orðið á birgðum, tekjuafgangur lágur og
félagsmönnum fækkað. Dúkaverksmiðja, sem félögin áttu,
hafði orðið að hætta. Fyrir Svía mætti rithöfundurinn
Anders Örne, sem nýlega var ráðherra í ráðuneyti Brant-
ings. Hann sagði, að Svíar hefðu unnið geysimikið að sam-
vinnufræðslu á undanförnum árum, og að því, að styrkja
félögin fjárhagslega til að standast erfiðleika þá, sem leitt
hafa af styrjöldinni. Fræðslustjórn félaganna í Svíþjóð
hafði á einni viku látið halda 500 fyrirlestra um samvinnu-
mál víðsvegar um landið. Sömu vikuna voru sýndar 500
kvikmyndir með fróðleik um félagsskapinn, og dreift út
daglega í sjö daga 350 þús. eintök af blaði, sem hét „Sam-