Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 32

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 32
78 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. frá einum af þeim, er talinn var með fyrstu mönnum í hinni fyrirhuguðu för, svohljóðandi: „Legg til, að norður- förinni sé frestað um viku; mín för bundin því“. Sá Sam- bandið sér þá eigi annað fært en að taka þá tillögu til greina og fresta förinni til 20. júní. Á aðalfundi Sambandsins 12. júní var rætt um norð- urförina. Hélt formaður Sambandsins því fast fram, að förin yrði framkvæmd; aftur lögðu aðrir kapp á það, að enn yrði henni frestað, og í fundarlok leit svo út, sem ekkert mundi úr henni verða, en með tilstyrk Skaftfellinga, er segja má að réðu úrslitunum, var ákveðið, að förin skyldi hafin frá Tryggvaskála við Ölfusárbrú 22. júní, og var þá hinum fyrirheitna „leiðtoga“, Sig. Sigurðssyni ráðu- naut, tjáð það, en hann var staddur í Rangárvallasýslu. Og þegar Skaftfellingarnir lögðu af stað frá Vík, var hann þar. En hvað því olli, að hann eigi kom hér vestur með þeim, eða þá að Búnaðarfélag fslands lét eigi annan mann nothæfan, sem leiðsögumann í hans stað, er okkur eigi ljóst. En þetta voru okkur vonbrigði, sem bökuðu okkur all- mikil óþægindi. þann 22. júní var lagt upp frá Tryggvaskála, þótt fá- mennir værum, 2 Skaftfellingar, 1 Rangæingur og 2 Ár- nesingar. Á Hvanneyri bættist við í förina Eggert Briem verkfæraráðunautur, 2 Borgfirðingar í Norðtungu og 2 Mýramenn í Hvammi í Norðurárdal. Tóku því 9 bændur og bændasynir og einn ráðunautur þátt í föi’inni. þessir fóru: Úr Vestur-Skaftafellssýslu Páll Ólafsson sýslunefndaiTnaður á Litlu-Heiði, Kjartan Guðmundsson ljósm. í Vík. Úr Rangárvallasýslu Jón Guðmundsson búfr. á Stóra Hofi. Úr Ámessýslu Böðvar Magnússon hreppst.i. á Laugarvatni og Kristinn Ögmundsson búfr. í Hjálm- holti. Úr Borgarfjarðarsýslu Bjarni Bjarnason bóndi á Skáney og Ari Guðmundsson búfr. á Skálpastöðum. Úr Mýrasýslu Hallgrímur Níelsson hreppstj. á Grímsstöðum og Tómas Jónasson búfr. í Sólheimatungu. Úr Reykjavík Eggert V. Briem verkfæraráðunautur. Eins og áður er á vikið, brást okkur leiðtoginn. Við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.