Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 36
82 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
Úr vatninu rennur Andakílsá, og myndar foss á dalbrún-
inni.
pegar á dalbrúnina kom, glaðnaði yfir ferðamönnun-
um. Var þá létt upp þokunni og rigningunni, sem verið
hafði öðru hvoru um daginn, en nú skein sól í heiði og gylti
loft og lög. paðan blasir við Borgarfjarðarundirlendið, alt
vestur til Snæfellsjökuls. Fyrir neðan hálsinn er Andakíll.
pað bar hátt á Hvanneyri, sem nú var undir sól að sjá.
póttumst við nú öruggir, því þangað var förinni heitið
gð O Hvanneyri.
þennan daginn. Við höfðum ekki komið að neinum bæ um
daginn, en því oftar stansað til að æja hestunum. pó dag-
leiðin væri ekki löng, komum við ekki fyr en kl. 10 um
kvöldið að Hvanneyri. Var okkur vel tekið, menn til taks
að spretta af hestum og flytja í haga, en okkur vísað til
lierbergja, til þess að skola af okkur ferðarykið. Að því
loknu var sest að borðum, síðan reykt og rabbað til mið-
nættis. Morguninn eftir risum við seint úr rekkju. pá var
sólskin og góðviðri. Við skoðuðum hús og mannvirki. Húsa-
kynni hafa verið þröng nú um tíma, síðan íbúðarhúsið
brann veturinn 1918. Varð þá heimilisfólkið að flytja í