Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 43

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 43
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 89 hálsins var beygt af þjóðleið niður að Auðunnarstöðum, sem standa undir hálsinum. þar beint á móti stendur Stóra-Ásgeirsá, og var haldið þangað þvert yfir dalinn. Á Ásgeirsá býr Ólafur, bróðir Jóns á Söndum. Hvíldum við þar dálítið, skoðuðum mannvirki og þáðum góðgerðir. Ás- geirsá er víst góð jörð, enda myndarbúskapur þar. Húsa- kynni eru í eldri stíl, húsaþök öll með torfi, vallgróin; var tilkomumikið að sjá grasið liðast í bylgjum á þökunum, fyrir stonninum. Á Ásgeirsá rennur samnefnd á við bæj- arhornið og myndar þar háan foss. Vonandi líður ekki á löngu áður afl hans verður notað heimilinu til gagns og þæginda. þar er eitt fjárhús með 5 görðum, fyrir 200 fjár, en undir einu þaki. Vatnsleiðsla með öllum skilveggjum. Baðker er í einum garða, 30 álna langt; húsið er gert upp um 2 mæniása og tvísettar stoðir undir. Alt timbur í þessu húsi var sjórekið, og varla sáum við annað timbur í fénað- arhúsum í Vestur-Húnavatnssýslu en rekavið. Af túninu fást 300 hestar. Úthey 600 hestar. þar eru 300 sauðfjár, 4 kýr og 25 hross. þaðan héldum við að Lækjamóti. par býr Jakob H. Lín- dal búfræðingur; er hann ungur bóndi, sem hefir margt fyrir stafni. Hann byrjaði að veita á engjar sínar 1917. Vatn er ekki annað en afrensli úr leirmýri og smálækjar- sitrum, sem veitt er í lítið stöðuvatn fyrir neðan bæinn, og liggja skurðir úr því á ýmsa vegu, svo að af verður mynd- arlegt áveituengi. Er verk þetta vel hugsað og sýnir glögt, að margt má hagnýta, ef vit og vilji fylgist að. Ofui'lítinn trjágarð hefir Jakob byrjað að rækta, neðan í brekku í tún- inu; er honum smekklega komið fyrir. Ekkert var til spar- að á bæjum þessum að gera viðtökurnar sem skemtileg- astar. Borgarháls er fyrir norðan Víðidalinn. þaðan sést virk- ið, sem Barði og félagar hans gerðu eftir Heiðarvíg. Síðan var haldið sem leið liggur norður yfir Gljúfurá; hún skilur Austur- og Vestur-Húnavatnssýslur. Ólafur á Ásgeirsá fylgdi okkur að Mið-Hópi. Vestan við Vatnsdalshóla stendur bær, sem heitir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.