Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 51
Tímarit íslenskra samvmnuíelaga.
97
fróðir. Alt bar á sér myndarsvip á þessum bæ, og ekki
hittum við skemtilegra fólk annarstaðar í Skagafirði. par
sáum við fyrst „Rakstrarkonuna“ og „Vögur“. Á sambýli
þeirra bræðra verður minst síðar. þaðan var haldið að
Vatnsleysu, og fylgdu okkur þangað nokkrir Skagfirðing-
ar. Á Vatnsleysu býr Jósep Björnsson, fyi’v. skólastjói'i;
þar var hvílt lítið eitt, síðan haldið þaðan um Hrísháls og
yfir Hjaltadalsá, sem er stórgrýtt o" rtraumhörð; var hún
Hólar i Hjaltadál.
svo mikil, að sumir lausu hestarnir syntu, en við urðum
meira og minna votir, en það var bót í máli, að við vorum
að komast „heim“ að Hólum og áttum að vera þar um
kyrt daginn eftir. En heldur mun hafa bætst á þjónustuna
hjá Hólastúlkunum, því víst var um það, að þurrir fórum
við þaðan.
Páll Zóphóníasson er þar nú skólastjóri. Hann er gift-
ur Guðrúnu Hannesdóttur frá Deildartungu í Borgarfirði.
Hólar era að fornu og nýju höfuðból Norðurlands, eins
og kunnugt er. Staðarlegt er að líta þar heim. par er íbúð-
7