Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 53

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 53
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 99 iandinu, með gaddavír. Upp frá honum er Heljardalur, ill- ur yfirferðar; eftir honum rennur sanmefnd á, mjög slæm yfirferðar, með stórgrýtisurð og straumkasti. Ofan við hana er Heljardalsheiði. Sími liggur yfir heiðina. Var þar svo mikill snjór, að einn símaþráður var enn í kafi (6. júlí), og færðin þung. Yfir sjálfa heiðina er rúml. klukku- tímaferð; hún er því aðeins mjór hryggur. Fjallgarður þessi skilur Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslur. Af aust- urbrún heiðarinnar sést ofan í Svarfaðardalinn. Hann er injög hrikalegur fremst og líkastur skuggalegu gljúfri til- sýndar. Fjöllin hengibrött báðumegin og gróðurlaus, en undirlendi ekkert. þegar við vorum komnir skamt niður fyrir snjólínuna, komu bændur úr Svarfaðardalnum á móti okkur: Vilhjálmur á Bakka og synir hans 2. Átti Vil- hjálmur að verða fylgdarmaður okkar niður á Dalvík. Páll skildi því við okkur þar. Svarfaðardalur víkkar eftir því, sem neðar dregur, svo að neðst er hann allbreiður og dálítið undirlendi. Fyrsti bærinn, sem við komum að, hét á Urðum; er það nálægt miðjum dalnum. þar eru sæmileg húsakynni, öll með torfþökum. Dálítill trjágarður er þar, og í honum fallegt lævirkjatré. Dalurinn fríkkar og bygðin þéttist eftir því sem neð- ar dregur. Víða eru tvær bæjaraðir hvorumegin og standa svo þétt, að kallast má á milli bæja. par sáum við þéttasta bygð. Dalurinn er ein sveit, með 100 búendum. Jarðirnar eru flestar litlar, en sjálfsagt hægar og lífvænlegar. Næst var komið að Bakkabæ; þar eru betri húsakynni en annarstaðar í dalnum, og svo rausnarlegur var Vilhjálm- ur, bóndinn, að sleppa hestum okkar í engjar sínar, með- an við þáðum hressingu. Nú er verið að leggja akbraut eft- ir dalnum, og fórum við eftir henni, fyrst að Tjörn, síðan niður á Dalvík, til gistingar. Dalvík er nýmyndað þorp, sem stendur við Eyjafjörð- inn neðst í Svarfaðardal. Ekki er grösugt þar, en bæir standa á víð og dreif, með dálitlum túnblettum í kring. Sjávarútvegur er þar nokkur á vélbátum og aflast oft vel. V
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.